Erlent

Bush vill ekki nýjan Kyoto samning

Bandaríkjamenn munu ekki semja um að draga úr gróðurhúsa lofttegundum á fundi leiðtoga G átta iðnríkjanna, sem hefst í Skotlandi á miðvikudaginn. Þetta sagði George Bush Bandaríkjaforseti í viðtali við breska sjónvarpsstöð í gær. Búið er að loka fundarstaðnum af, til að hægt sé að skipuleggja öryggisgæslu. Hann sagði að nauðsynlegt væri að ræða vandann sem upp er kominn varðandi loftslagsbreytingar á jörðinni, en nær væri að ræða nýjar leiðir til að leysa hann heldur en að búa til nýjan Kyoto sáttmála. Bush sagði að hefðu Bandaríkjamenn skrifað undir Kyoto sáttmálann, hefði það rústað efnahag landsins. Búið er að loka fundarstaðnum af, til að hægt sé að skipuleggja sem verður gríðarlega mikil og tekið hefur átján mánuði að skipuleggja. Tveggja metra hátt stálgrindverk mun umlykja fundarstaðinn, sem verður gætt af tíu öryggisvörðum, auk þess sem þyrlur munu sveima yfir og nærliggjandi götum verður lokað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×