Erlent

Minnismerki tekin niður

Verkamenn hófu í gær að taka niður 1.067 krossa á mörkum Austur- og Vestur-Berlínar sem settir höfðu verið niður til minningar um þá sem féllu fyrir kúlum austur-þýskra landamæravarða á tímum kalda stríðsins. Minningarreiturinn er við landamærastöðina Checkpoint Charlie en lóðin er í eigu þýska bankans BAG. Þar sem lóðin er á afar verðmætu byggingarlandi vill bankinn selja hana en hún er of dýr fyrir tilsjónarmenn minningarreitsins. Dómsúrskurð þurfti til að láta fjarlægja krossana. Nokkur mótmæli voru höfð í frammi og voru stjórnendur bankans sakaðir um föðurlandssvik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×