Erlent

45.000 manna herlið á Gaza

Stjórnvöld í Ísrael búa sig undir að taka landnema á Gaza-ströndinni föstum tökum meðan á brottflutningi þeirra frá svæðinu stendur. Shaul Mofaz, varnarmálaráðherra Ísraels, skýrði þingmönnum frá því í gær að 45.000 her- og lögreglumenn myndu sjá til þess að þeir 9.000 ísraelsku landnemar sem byggja svæði hefðu sig á brott á næstu vikum. Mikill viðbúnaður er í Ísrael vegna ólgunnar sem brottflutningurinn hefur vakið og segja margir að andrúmsloftið minni um margt á spennuna sem ríkti vikurnar áður en Yitzhak Rabin forsætisráðherra var myrtur 1995 af öfgamanni úr hópi gyðinga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×