Erlent

Ungmenni selja klámmyndir af sér

Nokkur ungmenni í Noregi hafa verið staðin að því undanfarið að setja myndir af sér í kynferðislegum athöfnum á Netið, gegn greiðslu. Talsmaður barnaverndunarráðs þar í landi segir þetta ekki geta flokkast undir neitt annað en vændi. Margir unglinganna sem um ræðir eru undir lögaldri. Algengast er að þeir setji myndirnar, bæði ljósmyndir og myndbandsupptökur, inn á spjallvefi þar sem þær ganga svo manna á milli. Svipað mál kom upp í Svíþjóð á síðasta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×