Erlent

Hryðjuverki afstýrt

Bosnísk lögregluyfirvöld skýrðu frá því í gær að talsvert magn sprengiefna hefði fundist á minningarreit um fjöldamorðin í Srebrenica en þar fer fjölmenn athöfn fram í næstu viku. Lögreglunni barst ábending um málið frá friðargæsluliðum Evrópusambandsins sem eru þarna við störf. Svæðið var girt af og fundust um 30 kíló af plastsprengiefni á tveimur stöðum. Búist er við að 50.000 manns komi saman á reitnum á mánudag en um þessar mundir er áratugur síðan sveitir Bosníu-Serba myrtu 8.000 múslima í bænum. Það eru mestu fjöldamorð í Evrópu síðan síðari heimsstyrjöldinni lauk.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×