Erlent

Rán á sendiherra veikir samskipti

Ránið á sendiherra Egyptalands í Írak um helgina mun hafa veruleg áhrif á samskipti Íraka við aðrar Arabaþjóðir að mati írakskra stjórnmálamanna. Sendiherann varð fyrir nokkrum vikum fyrsti fullgildi sendiherra arabaríkis í Írak eftir að Saddam Hussein var komið frá völdum, en líklega verður ránið til þess að ekkert ríki feti í fótspor Egypta og sendi sendiherra til Íraks. Utanríkisráðherra Egyptalands hefur farið þess á leit við stjórnvöld í Írak að þau beiti sér af fullum krafti í því að fá sendiherrann lausan úr haldi. Ein stærsta stjórnmálahreyfing Súnníta hefur fordæmt ránið og krafist þess að sendiherranum verði tafarlaust sleppt lausum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×