Erlent

Öflugt neðansjávareldgos

Öflugt neðansjávareldgos virðist hafa orðið undan ströndum Japans um helgina. Rúmlega þúsund metra reykmökkur hefur undanfarna daga stígið upp úr kyrrahafinu nærri eyjunni Iwo Jima og telja sérfræðingar að eldgos undir sjávarmáli sé ástæða reyksins. Hermenn sem flogið hafa rétt yfir reyknumn á þyrlum segja sjóinn rauðleitan í kringum reykinn, sem rennir enn frekari stoðum undir þá tilgátu að eldvirkni sé undir sjónum. Jarðfræðistofnun Japans segir þó enga hættu á flóðbylgjum, sem stundum verða í kjölfar slíkra eldgosa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×