Erlent

Fundu 40.000 ára gömul fótspor

Breskir vísindamenn telja sig hafa fundið sönnun þess að fyrstu mennirnir hafi verið komnir til Ameríku fyrir 40 þúsund árum, það er 26.500 árum fyrr en hingað til hefur verið talið. Vísindamennirnir segjast hafa fundið 40 þúsund ára gamalt fótspor í yfirgefinni námu í miðhluta Mexíkó. Reynist þetta rétt kollvarpar þetta hugmyndum manna um upphaf mannlífs í Ameríku. Hingað til hefur verið talið að fyrstu mennirnir hafi komið þangað í lok síðustu ísaldar, fyrir 13.500 árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×