Erlent

Íranir vara Evrópubúa við áróðri

Íran hefur varað Evrópubúa við því að falla í gildru Bandaríkjamanna og fordæma Ahmadinejad, nýkjörinn forseta landsins. Síðustu daga hafa birst fjölmargar fréttir sem tengja forsetann við gíslatökuna í Tehran árið 1979, þegar stúdentar tóku yfir sendiráð Bandaríkjanna og héldu gíslum í 444 daga. "Ásakanirnar eru svo greinilega rangar að þær verðskulda ekki einu sinni að þeim sé svarað," sagði talsmaður utanríkisráðuneytisins í Íran. Hann segir að ásakanirnar séu áróður sem runnin er undan rifjum Síonista í Bandaríkjunum og að leiðtogar Evrópuríkja ættu ekki að taka mark á þeim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×