Erlent

Þrjár sprengjur sprungu í Pristina

Þrjár sprengjur sprungu í miðborg Pristina í Kosovo í nótt. Sprengjurnar sprungu nær samtímis við húsnæði Sameinuðu þjóðanna, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu og héraðsstjórnarinnar. Kosovo hefur verið undir stjórn Sameinuðu þjóðanna síðan stríðinu þar lauk árið 1999. Serbar vilja ekki láta héraðið af hendi en albanski meirihlutinn vill fá sjálfstæði. Viðræður um framtíð héraðsins eiga að fara fram síðar á þessu ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×