Erlent

Mikil spenna í Edinborg

Mikil spenna ríkir í Edinborg þar sem þúsundir mótmælenda hafa komið saman til að mótmæla fundi leiðtoga G-8 ríkjanna, átta helstu iðnríkja heims. Meðal annars hefur hópi mótmælenda tekist að komast inn í byggingu í fjármálahverfi borgarinnar, en því hverfi hefur nú verið lokað. Fundur leiðtoganna hefst á miðvikudaginn og verður gríðarleg öryggisgæsla við fundarstaðinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×