Erlent

Sjálfsíkveikja í Búkarest

Heimilislaus maður kveikti í sér fyrir framan fjölmiðlafyrirtæki í miðbæ Búkarest, höfuðborg Rúmeníu í dag. Maðurinn klifraði upp í tré og sprautaði málningarþynni yfir sig, kveikti síðan í sér og datt úr trénu. Slökkvilið borgarinnar kom á vettvang, slökkti eldinn og flutti manninn á sjúkrahús. Maðurinn er í lífshættu en ekki er vitað um ástæður verknaðarins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×