Erlent

Brúðkaupi bjargað með farsímum

Indverskir elskendur sem ætluðu að halda brúðkaup sitt í Bombei um helgina, létu það ekki aftra sér að brúðguminn komst ekki til athafnarinnar í tæka tíð vegna mikilla flóða og vegaskemmda á leiðinni til Bombei. Presturinn, brúðurin og ættingjar hennar, sem mætt voru til kirkjunnar á tilsettum tíma, og brúðguminn og hans fylgdarlið, sem sat fast úti á vegi vegna flóða, gripu öll til farsíma sinna og var þannig efnt til hálftíma athafnar, sem telst lögleg. Ekki fer hinsvegar sögum af því hvort brúðkaupnóttinni sjálfri var bjargað með gemsum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×