Erlent

Sungið að nýju í dönskum skólum

Leiðtogar danska Þjóðarflokksins ætla að senda fulltrúum sínum í sveitarstjórnum beiðni um að þeir beiti sér fyrir því að morgunsöngur verði tekinn upp að nýju í dönskum grunnskólum. Í tilkynningu frá flokknum sem send var út í dag segir að nú, þegar mikið sé rætt um mannleg gildi, sé rétt að koma aftur á þessari gömlu, dönsku hefð. Ekkert sé jafn gott að morgni dags og að sameinast í söng með félögum sínum áður en hver gangi til sinna verka. Þetta hafi ekkert með trúarbrögð eða innprentun að gera heldur sé það ánægja og vellíðan nemendanna sem flokkurinn beri fyrir brjósti og svo stuðli þetta að því að viðhalda dönskum menningararfi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×