Erlent

Bandarískur njósnari slapp

Bandarískum njósnara tókst að komast undan óvinum sínum í austurhluta Afganistan. Maðurinn er hluti sérsveitarhóps sem hefur verið týndur síðan á þriðjudaginn, samkvæmt fréttastofu CNN. Engar sértækar upplýsingar hafa komið fram hvernig hermanninum tókst að komast undan en talið er að félagar hans séu látnir. Þyrla var skotin niður fyrr í vikunni þegar hún reyndi að koma liðsauka til hópsins og sextán manna áhöfn hennar lést, en það var mesta mannfall á einum degi sem gengið hefur yfir bandaríska herinn síðan hann kom inn í Afganistan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×