Fleiri fréttir

Stjórnarandstöðu spáð sigri

Fyrstu útgönguspár í gær benda til þess að stjórnarandstaðan hafi sigrað þingkosningarnar í Albaníu, sem haldnar voru í gær. Von er á opinberri niðurstöðu síðar í dag.

Enn ein sjálfsmorðsprengjuárásin

Tuttugu manns létu lífið í enn einni sjálfsmorðsprengjuárásinni í Bagdad í morgun. Flestir hinna látnu voru menn sem voru að skrá sig í lögregluna en uppreisnarmenn hafa undanfarið sérstaklega beint spjótum sínum að þeim hópi. Með því vilja þeir hræða menn svo færri þori að skrá sig.

Berja konur til að sýna vald sitt

Svíar berja konurnar sínar til að sýna þeim hver ræður því þeir hafa misst stjórn á þeim utan heimilisins. Þetta segir sendiherra Svía í Brasilíu, Margareta Winberg, áður jafnréttisráðherra, í viðtali við brasilískt vikurit.

Þrír látnir eftir lestarslys

Að minnsta kosti þrír eru látnir og 30 slasaðir eftir lestarslys í Salzburg-héraði í austurrísku ölpunum fyrir stundu. Björgunarmenn á vettvangi segja í það minnsta átta manns vera fasta í brakinu. Nánari upplýsingar um tildrög slyssins liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Sprengju plantað á teinunum

Fimm létust og átta særðust þegar sprengja sprakk á lestarteinum í þann mund sem lest átti leið þar hjá í austurhluta Tyrklands í morgun. Hinir látnu eru allir hermenn sem og þrír hinna særðu. Að sögn Reuters-fréttastofunnar voru það skæruliðar á vegum aðskilnaðarsinna Kúrda sem komu sprengjunni fyrir.

G8 kosti afrískan her

Leiðtogar afrísku þróunarsamtakanna ætla að leggja það til við leiðtoga G8-ríkjanna á fundi þeirra í næstu viku að þeir kosti afrískan her. Wiseman Nkuhlu, forseti Nepap, afrísku þróunarsamtakanna, segir nauðsynlegt fyrir Afríku að ákveða sjálf markmið og leiðir til að berjast við fátækt, vanþróun og stríð.

Þriðja hákarlaárásin í vikunni

Hákarlar við Flórídastrendur hafa þrisvar ráðist á fólk á innan við viku. Í gær beit hákarl nítján ára gamlan austurrískan ferðamann sem var á sundi skammt undan ströndinni. Hann slapp þó vel miðað við aðstæður þar sem hákarlinn náði aðeins að bíta hann í ökklann.

Sjö ungmenni létust í Þýskalandi

Sjö ungmenni létust í Þýskalandi í dag þegar bíll sem þau voru í lenti fyrst á ljósastaur og svo á húsi þegar þau voru á leið heim úr útskriftarveislu. Að sögn lögreglunnar í Bavaria-héraði þar sem slysið átti sér stað er talið að ungmennin, sex piltar og ein stúlka, hafi látist samstundis.

Máli 98 ára konu frestað til 2010

Máli Amaliu Cuccioletti fyrir ítölskum dómstóli hefur verið frestað. Það væri líklega ekki í frásögur færandi ef málinu hefði ekki verið frestað til ársins 2010, auk þess sem Amalia er 98 ára gömul.

Argentísk börn í kröfugöngu

Þótt vandamál Afríku séu í brennidepli nú eru fátæk börn í fleiri álfum sem vilja ekki að þau gleymist. Argentínsk börn fóru í kröfugöngu í gær til að mótmæla hungri og fátækt en í Argentínu deyja tugir barna á dag úr hungri.

Milljónir fylgdust með

Í gær tóku þjóðir um allan heim höndum saman og héldu tónleika í níu borgum til að vekja athygli á neyð þróunarlandanna og safna pening þeim til styrktar. Tónleikarnir hófust í Tokýó, en einnig voru haldnir tónleikar í London, París, Róm, Moskvu, Fíladelfíu, Berlín, Barrie í Kanada og í Jóhannesarborg.  

Tvær lestir af teinunum

Sex öryggisverðir létust og tólf slösuðust í Tyrklandi í gær þegar tvær lestir fóru út af teinunum. Orsök slyssins eru kunn, kúrdneskir uppreisnarmenn sprengdu tvær sprengjur á lestarteinum, undir lestunum, með þessum afleiðingum. Þriðja sprengjan fannst ekki langt frá þar sem fyrsta sprengjan sprakk og tókst að aftengja hana.

Gengið gegn fátækt

Rúmlega hundrað þúsund manns mynduðu keðju utan um Edinborg í gær og kröfðust þess að valdamestu þjóðir heims aðstoðuðu ríki Afríku til að losna undan oki fátæktar. Myndaði keðjan hvítan hring, sem er merki alþjóðlegrar baráttu gegn fátækt.

Tuttugu og sex létust

26 létust og 50 slösuðust í sjálfsmorðsárásum í Bagdad og Hillah í Írak í gær. Einn sprengjumannanna sprengdi sig í loft upp í hópi áhorfenda og lögreglu sem hafði safnast saman þar sem annar hafði sprengt sig nokkru áður.

Kona vígir sig til prests

Frönsk kona tók þá áhættu á að verða gerð útlæg úr kaþólsku kirkjunni með því að vígja sjálfa sig til prests. Genevieve Beney og nokkrar aðrar konur héldu litla athöfn á báti í þeim tilgangi að draga athygli að reglu kaþólsku kirkjunnar að banna konum að vera prestar.

Mótmæli vegna fundar G8 í Edinborg

Íbúar Edinborgar í Skotlandi eru komnir á fullt í undirbúningi fyrir mótmæli vegna funds fulltrúa G8-ríkjanna svokölluðu í borginni í næstu viku. 

Sjö vikna deilu lokið

Sjö vikna verkfalli starfsmanna í pappírsiðnaðinum og verkbönnum af hálfu vinnuveitenda lauk í gær þegar verkalýðsforkólfar og atvinnurekendur samþykktu þriggja ára kjarasamning.

Dauðadómur

Marcus Wesson, 58 ára karlmaður sem fundinn hefur verið sekur um að hafa myrt níu börn sín, var í gær dæmdur til dauða. Wesson, var handtekinn í fyrra eftir að níu lík, öll með samskonar skotsár, fundust á heimili hans í Fresno.

Hvíta húsið rýmt

Þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum var rýmt sem og Hvíta húsið og George Bush, Bandaríkjaforseti fluttur á öruggan stað, er einkaflugvél flaug inn á bannsvæði í borginni í morgun.

Dregið úr ofbeldi í Guantanamo

Yfirmaður í Guantanamo fangelsinu á Kúbu, sagði í gær að aðeins lítill hluti starfsmanna fangelsisins hefði komið illa fram við fangana. Hann sagði að af þeim þúsundum yfirheyrslna sem þar hafi farið fram, sé í raun aðeins hægt að tala um tíu skipti sem fangar hefðu verið beittir ofbeldi.

Engar upplýsingar um fangaskip

Bandarísk stjórnvöld segja að engar upplýsingar séu fyrir hendi sem styðji ásakanir um að Bandaríkin haldi grunuðum hryðjuverkamönnum sem föngum um borð í skipum sínum víðs vegar um höf.

Hótel sprengt í Bagdad

Mildi þykir að enginn lést er sprengjuárás var gerð á Babylon hótelið í miðborg Baghdad, höfuðborgar Íraks í gærkvöldi. Einn særðist í árásinni en þó ekki lífshættulega að því er framkvæmdastjóri hótelsins sagði í samtali við AP-fréttastofuna.

Schwarzenegger með lítið fylgi

Meirihluti Kaliforníubúa vill ekki sjá Arnold Schwarzenegger endurkjörinn sem fylkisstjóra en kosningar fara fram á næsta ári. Fylgi Repúblikana í fylkinu hefur farið minnkandi að undanförnu samkvæmt síðustu skoðanakönnunum.

Ungverjar án þjóðarréttar í bili

Skelfingarástand ríkir í Ungverjalandi eftir að yfirvöld fundu og sendu til baka heilt tonn af paprikudufti frá Slóvakíu. Hátt magn eiturefna fannst í kryddinu sem er bráðnauðsynlegt til að elda almennilegt gúllas, þjóðarrétt Ungverjalands.

Enginn bjór, enginn matur

Hádegisverðarfundi belgískra þingmanna með kollegum frá Íran var í morgun frestað. Þetta væri ekki í frásögur færandi væri ástæðan ekki með óvenjulegri hætti.

Ráðist gegn mýrarköldu

George W. Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að ríkisstjórn sín myndi á næstu árum verja jafngildi 78 milljarða íslenskra króna til að berjast gegn malaríu.

Ahmadinejad með myrka fortíð

Bandaríkjamenn sem haldið var í sendiráði sínu í Teheran í 444 daga fyrir um aldarfjórðungi síðan staðhæfa að nýkjörinn forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, sé einn gíslatökumannanna.

Danir njósnuðu lítið

Ríkisstjórnum austantjaldsríkjanna tókst ekki að fá háttsetta danska embættismenn til að njósna fyrir sig á tímum kalda stríðsins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem kynnt var á fimmtudag.

Salmonella í Danmörku

Ein kona er látin eftir að hafa veikst af salmonellubakteríunni í Danmörku. Tuttugu aðrir liggja sjúkir eftir að hafa veikst af sömu bakteríu, eftir því sem fram kemur í Jyllands-Posten.

Sjóræningjar tóku hjálpargögn

Skipi sem flytja átti hjálpargögn til Sómalíu hefur verið rænt í Indlandshafi. Um borð í skipinu var matur frá Sameinuðu þjóðunum sem flytja átti til svæðanna sem verst urðu úti í flóðbylgjunni sem skall á ströndum landsins um síðustu jól. Að sögn bandarísku fréttastofunnar CNN var skipið á leiðinni frá kenýsku höfninni Mombasa til Bossaso í Norðaustur-Sómalíu þegar vopnaðir sjóræningjar réðust á það.

Farfuglar sýktir af fuglaflensu

Fuglaflensufaraldurinn í Norðvestur-Kína reynist alvarlegri en fyrr var ætlað. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna ætla að fimm þúsund farfuglar hafi dáið í Qinghai-héraði. Einnig hafa sérfræðingar miklar áhyggjur af því hvað gerist þegar fuglarnir fara að flytja sig frá svæðinu og hvetja Kínverja til að gera fleiri tilraunir áður en til þess kemur.

Hjónabönd samkynhneigðra lögleidd

Spænska þingið hefur samþykkt frumvarp um að leyfa hjónabönd samkynhneigðra. Frumvarpið, sem er hluti af félagslegum umbótum spænska sósíalistaflokksins, heimilar samkynhneigðum pörum einnig að ættleiða börn og erfa eigur hvors annars.

Sterling í eigu Íslendinga

Og meira af útrás íslenskra athafnamanna í ferðageiranum: Danska flugfélagið Maersk verður sameinað Sterling eftir að eignarhaldsfélagið Fons keypti Maersk í dag. Félagið verður fjórða stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu.

Átök á Gasa svæðinu

Átök brutust út á Gasa-ströndinni í dag þegar ísraelskar lögreglusveitir tókust á við róttæka gyðinga. Harðlínumenn búa sig undir átök vegna yfirvofandi brotthvarfs frá landnámssvæðunum.

Bandarísk herþyrla skotin niður

Bandarísk herþyrla var skotin niður í austurhluta Afganistans í gær. Engar upplýsingar liggja enn fyrir um slys á mönnum en talið er að um tuttugu hermenn hafi verið um borð. Talibanar hafa lýst verknaðinum á hendur sér

Litháenskir sjómenn láta lífið

Tveir Litháenskir sjómenn létu lífið og sá þriðji var hætt kominn, um borð í fiskibáti undan ströndum Karlskrona í Svíþjóð í gærkvöldi. Talið er að banameinið hafi verið að þeir önduðu að sér eitruðum gastegundum

Páfi í tölu dýrlinga sem fyrst

Kaþólska kirkjan stefnir að því að taka Jóhannes Pál II páfa, sem lést í apríl síðastliðnum, í tölu dýrlinga sem fyrst.

Minni stuðningur við Íraksstríð

Yfir 1700 bandarískir hermenn hafa fallið í Írak frá því innrás Bandaríkjanna hófst í mars árið 2003 samkvæmt Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Þá hafa um og yfir 13.000 hermenn særst í átökum í Írak frá upphafi innrásarinnar.

Bandaríkjaher ekki heim í bráð

George Bush, Bandaríkjaforseti, sagði í ræðu sem hann flutti í gærkvöld, að ekki væri hægt að setja dagsetningu á hvenær herlið landsins yrði kallað heim. Þá sagði hann að erfiðir tímar væru framundan í Írak en að þó yrðu ekki fleiri hermenn sendir til landsins.

New York fullkomin Ólympíuborg !

New York er fullkominn staður til að halda Ólympíuleikana árið 2012. Þetta sagði utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice í gær. Hún sagði ástæðuna vera að New York væri alþjóðleg borg og þar byggi fólk frá nánast öllum löndum og þjóðum heimsins.

Orustunnar við Trafalgar minnst

Skip frá sjóherjum um 30 þjóða söfnuðust saman við suðurströnd Englands í gær, þar sem þess var minnst að 200 ár eru liðin frá orrustunni um Trafalgar. Breski flotinn, undir stjórn Horatio Nelson, flotaforingja, vann sigur á sjóherjum Frakka, undir stjórn Napóleons Bonaparte

Prestur stelur söfnunarfé

Prestur í kristnum söfnuði í Osló hefur verið kærður fyrir að stinga undan um það bil fimm milljónum íslenskra króna úr söfnunarfé, sem safnaðist handa fórnarlömbum hamfaranna við Indlandshaf á annan dag jóla.

Geimskutlan Discovery í loftið

Geimskutlan Discovery ætti að verða tilbúin í næsta mánuði þegar til stendur að hún fari í fyrstu geimferðina frá því að skutlan Columbia fórst. Í gær gagnrýndi eftirlitsnefnd bandarísku geimferðastofnunina NASA fyrir að slá slöku við í öryggismálum í þremur tilfellum.

Samkynhneigðir fá leyfi

Kanadíska þingið, samþykkti í gær að einstaklingar af sama kyni geti nú gengið í hjónaband, þrátt fyrir mikil mótmæli íhaldssamra og kirkjuleiðtoga.

Bandaríkjastjórn með fangaskip?

Mjög alvarlegar ásakanir hafa borist hryðjuverkaeftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna til eyrna, þess efnis að Bandaríkjastjórn haldi stríðsföngum höldnum á skipum á alþjóðlegu hafsvæði.

Sjá næstu 50 fréttir