Erlent

Herinn burt

Leiðtogar Rússlands, Kína og fyrrum Sovétlýðvelda í Mið-Asíu samþykktu ályktun á fundi sínum í Kasakstan í gær þar sem skorað var á bandarísk stjórnvöld að draga herlið sitt frá Úsbekistan og Kirgisistan eins fljótt og auðið er. Eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 settu Bandaríkjamenn upp herstöðvar í þessum löndum þaðan sem hernaðinum í Afganistan var stýrt. Þótt Rússar hafi ekki lagst gegn þessum aðgerðum líta þeir á löndin sem hluta af sínu áhrifasvæði. Leiðtogarnir telja að ástandið í Afganistan hafi nú lagast svo mikið að ekki sé lengur þörf fyrir herstöðvarnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×