Erlent

Staðsetning ræðst í dag

Í dag mun Alþjóðaólympíunefndin greina frá því hvar Ólympíuleikarnir verða haldnir árið 2012. Fundur nefndarinnar fer fram í Singapúr og af því tilefni hefur fjöldi áhrifamanna haldið þangað til að auka möguleika sinna borga. Hillary Clinton og Muhammed Ali reyna að sannfæra nefndina um að leikarnir eigi að fara fram í New York, Jacques Chirac knýr á um að París verði fyrir valinu, Tony Blair og David Beckham reyna að vinna Lundúnum brautargengi og Jose Manuel Zapatero og Raul Gonzales hvetja til að Madríd hreppi hnossið. Vladimir Pútín ávarpaði nefndina í gegnum gervihnött á ensku en það er í fyrsta sinn sem hann mælir á þá tungu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×