Erlent

Dani hótaði Bush

Þrítugur Dani hefur verið úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald fyrir að hafa sent George Bush Bandaríkjaforseta líflátshótun. Maðurinn sendi tölvupóst til Hvíta hússins svohljóðandi: "Elsku George, þegar þú heimsækir Danmörku eftir um það bil viku reikna ég með því að þú mundir gjarnan vilja vita að margir Danir eru þakklátir fyrir þetta tækifæri til að reyna að myrða þig." Maðurinn hefur játað sök og segir tölvupóstinn hafa verið sendan í hálfkæringi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×