Erlent

Bush um væntanleg fundarefni

Tony Blair græddi ekkert á því að styðja Bush Bandaríkjaforseta í Íraksstríðinu. Nú, þegar Blair vill innheimta greiðann, segir Bush ekkert slíkt koma til greina. George Bush er nú ásamt öðrum leiðtogum stærstu iðnríkja heims á fundi í Skotlandi, þar sem ræða á þróunaraðstoð, niðurfellingu skulda og umhverfismál. Tony Blair hyggst þar þrýsta á Bush að styðja framsæknar tillögur, en Bush er ekki á því og segir: Tony Blair tók ákvarðanir um það sem hann taldi vera íbúum Bretlands fyrir bestu en ég tók ákvarðanir um það sem ég taldi vera Bandaríkjmönnum fyrir bestu. Ég trúi því ekki að samband okkar grundvallist á því að gjalda líku líkt. Við erum öflugir bandamenn og vinir sem vinna í sameiningu að almannaheill. En það er rétt að taka það fram að ég hef sýnt Afríkulöndum stuðning og ég held að það muni koma fólki mjög á óvart hvað við höfum lagt mikið á okkur við a hreinsa umhverfið og þróa nýja tækni svo ég hef enga trú á öðru en að þetta verði góður fundur. Þegar Bush er spurður um það að stuðningur Blair við Íraksstríðið hafi haft pólitískan skaða í för með sér fyrir Bush þá segir og ef hann styðji Blair þá væri það ákveðin leið til að þakka eða borga fyrir þann stuðning og þannig lagað eitthvað af skaðanum.n Bush bendir aftur á að hann líti ekki á samband þeirra sem fyrirgreiðslu og að gjalda þurfi líku líkt. Blari tók ákvarðanir fyrir sína þjóð og ég fyrir mína. Og hann tók ákvörðum um að styðja stríðið gegn terrorisma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×