Erlent

Ariel Sharon í hættu

Hætta er á að öfgamenn úr röðum þjóðernissinna reyni að ráða Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, af dögum, að mati Moshe Katsavs, forseta Ísraels. Hann telur að hörð andstaða rabbína í landnemabyggðum gyðinga á svæðum Palestínumanna geti aukið hörkuna í þjóðernissinnum enn frekar. Rabbínarnir hafa fordæmt brotthvarfið frá hernumdu svæðunum, sagt það brot á lögum gyðinga og stefna tilveru Ísraelsríkis í hættu. Í gær voru tekin mál af Sharon og fleiri ráðherrum þar sem sníða á þeim skotheld vesti. Þykir það til marks um  raunverulega hættu sé að ræða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×