Erlent

Skotið að bíl í Bagdad

Skotið var að bifreið sendiráðs Rússlands í Írak í dag. Tveir embættismenn voru í bílnum en hvorugan þeirra sakaði. Upplýsingafulltrúi sendiráðsins sagði á fréttamannafundi að skotárásinni hafi ekki verið beint sérstaklega að bifreiðinni, heldur skutu uppreisnarmenn á allt sem hreyfðist. Illa gengur að koma á friði í landinu og hefur Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sagt að tíu ár muni taka að koma á friði í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×