Erlent

Veikri fjölskyldu vísað úr landi

Flóttamálaráðherra Danmerkur, Rikke Hvilshöj, ætlar sjálf að hlutast til um að geðsjúkri fjölskyldu verði vísað úr landi og send til síns heims, í Kosovo. Danskir fjölmiðlar greina frá þessu og vekja athygli á því að Danmörk sé samkvæmt reglum Sameinuðu þjóðanna skuldbundin til að vísa ekki geðsjúkum úr landi geti þeir ekki hlotið viðeigandi meðferð í heimalandi sínu, eins og í þessu tilfelli. Hvilshöj gefur lítið fyrir það og mun sjálf hafa haft samband við yfirmann Sameinuð Þjóðanna í Kosovo til að tryggja að hægt verði að senda fjölskylduna þangað. Þetta gera dönsk stjórnvöld þrátt fyrir að þau hafi áður lofað Sameinuðu þjóðunum því að senda ekki fleiri veika flóttamenn til Kosovo.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×