Erlent

Læknar í Bretlandi lélegir í ensku

Lífi sjúklinga í Bretlandi er stefnt í hættu, vegna slakrar enskukunnáttu mörg þúsund lækna í landinu, að mati forsvarsmanna bresku læknasamtakanna. Læknar sem koma úr löndum utan Evrópusambandsins þurfa að sýna fram á góða enskukunnáttu til þess að fá að starfa í löndum Evrópu, en læknar innan sambandsins gangast hins vegar ekki undir neina athugun á færni sinni í ensku. Bresku læknasamtökin ætla að láta á það reyna hvort hægt sé að fá þessum lögum Evrópusambandsins breytt, svo að enginn læknir fái að starfa í landinu, án þess að geta sýnt fram á góða hæfni í ensku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×