Fleiri fréttir

Einn dagur eftir?

Bretinn og Bandaríkjamennirnir tveir sem mannræningjar í Írak hafa í haldi eiga nú aðeins einn sólarhring ólifaðan, verði ekki öllum kvenföngum í Írak sleppt. Hryðjuverkamaðurinn Abu Musab al Zarqawi sagði í gær að mennirnir yrðu líflátnir innan tveggja sólarhringa ef ekki yrði farið að kröfum hans um frelsun kvenfanganna.

Enn hótað í Írak

Hópur Íslamskra öfgamanna hefur hótað að drepa 15 írakska gísla ef stjórnvöld sleppa ekki aðstoðarmanni Moqtada Al Sadrs, sem þau hafa í haldi. Á myndbandi sem Al Jazeera sjónvarpsstöðin birti í dag sést hvar grímuklæddir menn standa á bak við hóp gíslanna með byssur í hendi.

Kosningar verða í Írak

Kosningar verða haldnar í Írak í byrjun næsta árs sama hvað tautar og raular, segir Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks. Hann er því ósammála Colin Powell og Kofi Annan sem telja skálmöldina í landinu útiloka kosningar eins og stendur.

Hægriöfgamenn fagna sigri

Hægriöfgamenn fengu álíka mikið fylgi í fylkisþingskosningunum í Brandenborg og jafnaðarmannaflokkur Gerhards Schröder kanslara. Báðir flokkarnir fengu á milli níu og tíu prósent atkvæða samkvæmt útgönguspám. Gangi þær spár eftir hafa jafnaðarmenn beðið sinn versta ósigur í sögunni.

Gerir bara illt verra

"Við teljum að samþykktin sendi uppreisnarmönnum röng skilaboð," sagði Mutrif Sideeq, utanríkisráðherra Súdans, þegar hann gagnrýndi hótun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að beita Súdana refsiaðgerðum ef stjórnvöld kæmu ekki í veg fyrir árásir arabískra vígahópa á blökkumenn í Darfur-héraði.

Kosningar eru áfall fyrir vígamenn

Ayad Allawi, forsætisráðherra í írösku bráðabirgðastjórninni, sagði ekki annað koma til greina en að halda kosningar fyrir lok janúar eins og stefnt hefur verið að. Hann sagði að kosningarnar yrðu mikið áfall fyrir þá sem hafa staðið að baki árásum í Írak undanfarið til að grafa undan bráðabirgðastjórninni.

Tugum barna rænt í Írak

Bandaríkjaher og írska lögreglan ætla að reyna að ráða niðurlögum glæpasamtaka sem hafa sérhæft sig í að ræna börnum í borginni Kirkuk og nágrenni hennar.<font face="Helv"></font>

Valdaskipti í Kína

Jiang Zemin, fyrrum forseti Kína, hefur látið af síðasta stóra embættinu sem hann gegndi í kínverskum stjórnmálum. Hann sagði af sér formennsku í yfirstjórn kínverska hersins á fundi miðstjórnar kínverska kommúnistaflokksins. Við því embætti tekur eftirmaður hans á forsetastóli, Hu Jintao.

Tugir létust á Haítí

29 manns létu lífið þegar fellibylurinn Jeanne gekk yfir Dóminíska lýðveldið. Fyrir höfðu níu manns látið lífið af völdum fellibylsins, sem kemur í kjölfarið á fellibylnum Ívan sem hefur kostað hátt í hundrað manns á Karíbahafseyjum og í Bandaríkjunum lífið.

Valdaskipti í Kína

Kynslóðaskipti urðu í Kína í dag, þegar Jiang Zemin hvarf af pólitíska sjónarsviðinu og Ho Jintao, tók formlega við sem valdamesti maður Kína. Þó að báðir séu þeir erfðaprinsar Dengs Sjáopíngs eru þeir ólíkir og valdaskiptin hafa áhrif víða.

Barin vegna uppruna síns

Um fimmtíu manna hópur ungra Moskvubúa gekk í skrokk á fjórum Kákasusbúum á lestarstöð í Moskvu. Vegfarendur sem urðu vitni að árásinni segja árásarmennina hafa öskrað: "Þetta fáið þið fyrir hryðjuverkaárásirnar."

Íranar láta ekki skipa sér fyrir

Íranar segja kröfu Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar um að þeir hætti að auðga úran vera marklaust hjal. Íranar segja kröfuna ólöglega en útiloka þó ekki að þeir kunni að hefja viðræður við stofnunina um kjarnorkuáætlun sína.

Hægriflokkarnir í meirihluta

Sænska stjórnarandstæðan mælist nú í fyrsta skipti í sjö ár með meira fylgi en stjórnarflokkarnir. Samkvæmt könnun sem birtist í Svenska Dagbladet njóta hægriflokkarnir stuðnings 49,3 prósenta kjósenda samanlagt en vinstriflokkarnir fengju 46,5 prósent atkvæða ef kosið væri nú.

Fimmtíu féllu í tveimur árásum

Um fimmtíu manns létu lífið í Írak í gær. Meirihluti fólksins féll þegar bandarískar herflugvélar gerðu loftárásir á hús í Falluja þar sem yfirstjórn Bandaríkjahers í Írak sagði vígamenn hafast við. Konur og börn voru þó nær helmingur þeirra sem féllu þar. Þá féllu fimm í sprengjutilræði sem var gert í Bagdad.

Saddam vildi hefja framleiðlsu

Eins og hálfs árs leit Bandaríkjamanna að gereyðingarvopnum í Írak hefur engan árangur borið, hins vegar hafa fundist vísbendingar um að Saddam Hussein hafi haldið í vonina um að hefja á ný þróun og framleiðslu slíkra vopna þegar fram liðu stundir.

Ekkert þokast á N-Írlandi

Friðarviðræður á Norður-Írlandi þokast ekkert, þrátt fyrir mikinn vilja þjóðarleiðtoganna Tonys Blairs og Berties Ahern, en þeir leiða viðræðurnar. Þeir hafa sett sér það markmið að ná samkomulagi fyrir hádegi, og vilja að írski lýðveldisherinn leggi niður vopn í von um að þannig megi bjarga samstjórn mótmælenda og kaþólikka.

Pútín ósáttur

Vladímír Pútín, forseti Rússlands, sakar Vesturlönd um að vera eftirlát við hryðjuverkamenn, og full af hræsni. Orð hans eru túlkuð sem lítt dulbúin gagnrýni að kröfur vestrænna stjórnmálaleiðtoga þess efnis, að Rússar setjist að samningaborði með tsjetsjenskum uppreisnarmönnum.

Köhn neitað að predika

Rosmarie Köhn, fyrsta kvenbiskup Norðmanna, hefur verið neitað um að tala í kirkju í bænum Hareide á Sunnmæri. Henni var boðið að taka þátt í menningarhátíð sem kennd er við bæinn og en þegar kom að því að tala í kirkjunni sagð prestur staðarins einfaldlega nei.

23 deyja í Írak

Sjálfsmorðsárás kostaði 23 menn lífið fyrir utan höfuðstöðvar írakska þjóðvarðliðsins í borginni Kirkúk í morgun. 53 særðust og eru sumir þeirra þungt haldnir. Árásarmaðurinn ók bíl sínum upp að bakdyrum höfuðstöðvanna og sprengdi sig þar í loft upp.

23 dóu af völdum Ivans

Fjöldi látinna af völdum fellibylsins Ívan í Bandaríkjunum er nú kominn upp í 23. Áður hafði Ívan fellt að minnsta kosti sextíu manns á yfirreið sinni yfir Karíbahafið. Skemmdir af völdum Ívans í Bandaríkjunum eru taldar einhvers staðar á milli tveggja og tíu milljarða Bandaríkjadala.

Farþegaflug á ný í Írak

Írakska flugfélagið Iraqi Airways hóf í morgun farþegaflug á ný, eftir fjórtán ára hlé. Boeing 737 vél félagsins tók á loft frá alþjóðaflugvellinum í Amman í Jórdaníu og hélt til Bagdad. Sem stendur ræður félagið yfir einni vél, auk þess sem það á sex gamlar rellur á flugvellinum í Amman, sem eru sagðar nánast ryðgaðar í sundur.

Jóakim er partýdýr

Jóakim Danaprins er partýdýr, samkvæmt því sem sænska dagblaðið Expressen greinir frá. Þar segir að Jóakim sé þekktur á næturklúbbum Kaupmannahafnar, ekki síst fyrir að bregðast illa við þegar hann er beðinn um að borga. Barþjónn á einum af föstum viðkomustöðum Jóakims segir hann hrokafullan og að hann nýti sér óspart að vera konungborinn.

Blair var varaður við vanda í Írak

Tony Blair var varaður við því fyrir stríðið í Írak, að hersveitir yrðu að vera þar árum saman til að tryggja einhvers konar stöðugleika. Sérfræðingar breskra stjórnvalda töldu engar líkur á gereyðingarvopnum í Írak, og að ástæða stríðsáhuga Bandaríkjamanna væri vilji Bush forseta til að ljúka verki föður síns.

Enn ein sjálfsmorðsárásin

Sjálfsmorðsárás kostaði 23 menn lífið fyrir utan höfuðstöðvar írakska þjóðvarðarliðsins í borginni Kirkúk í morgun. Fjöldi fórnarlambanna var enn á táningsaldri. Þetta er þriðja mannskæða árásin á öryggissveitir Íraka í vikunni.

Aukin harka hjá Pútín og Tjetjenum

Sífellt meiri harka færist í málflutning Pútíns Rússlandsforseta og leiðtoga tsjetsjenskra uppreisnarmanna. Rússar íhuga forvarnarstríð, en segja hryðjuverkamennina hafa skilgreint vígvöllinn, sem sé allsstaðar.

Erfitt verk fyrir Ahern og Blair

Tíminn hleypur frá Tony Blair og Bertie Ahern, sem vildu endurvekja friðarsamkomulagið á Norður-Írlandi fyrir hádegi í dag. Engar líkur eru á að þeim takist ætlunarverk sitt, þar sem mikið ber í milli deilenda.

Bush enn yfir í könnunum

George Bush forseti Bandaríkjanna, sem færa má rök fyrir að sé upphafsmaður vandræða kollega síns í Bretlandi, hefur talsvert forskot á John Kerry í nýjustu fylgiskönnunum vestanhafs. Í sameiginlegri könnun New York Times og CBS hefur Bush 51% fylgi en Kerry 42% fylgi.

Nader með í Florida

Neytendafrömuðurinn Ralph Nader fær að vera með á kjörseðlum í Florida, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Demókrata til að fá hann ókjörgengann. Hæstiréttur Florida hafnaði í dag kröfum Demókrata um að Nader sé ólöglegur þar sem umbótasinnaflokkur hans sé ekki lengur alvöru flokkur. Úrskurður hæstaréttarins er mikið áfall fyrir Demókrata, sem munar um hvert atkvæði í hinu mikilvæga fylki, en Nader er einkum talinn kroppa atkvæði af Demókrötum. Til að mynda hefðu Demókratar aðeins þurft 537 atkvæði í Florida síðast þegar kosið var, en Nader fékk þá heil 97 þúsund atkvæði í fylkinu.

Blaðamönnum sleppt?

Tveir franskir blaðamenn, sem verið hafa í haldi mannræningja í Írak, losna líklega bráðum. Á Íslamskri heimasíðu segir að mannræningjarnir hafi ákveðið að láta blaðamennina lausa að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, en ekki var nánar tilgreint hver þau væru.

Engar sættir

Stálinn stinn mættust í Leeds-kastala í Bretlandi þar sem deilendur á Norður-Írlandi reyndu að bjarga friðarsamkomulaginu frá 1998. Tony Blair og Bertie Ahern, forsætisráðherrar Bretlands og Írlands, reyndu hvað þeir gátu, en tortryggni og andúð komu í veg fyrir sættir.

Bush enn yfir

Bush Bandaríkjaforseti virðist enn þá hafa töluvert forskot á keppinaut sinn, John Kerry. Könnunum ber þó ekki saman og ýmislegt bendir til þess að óvissan sé í raun meiri en þær gefa til kynna.

Al-Zarqawi enn með hótanir

Hryðjuverkamaðurinn Abu Musab al Zarqawi hefur hótað að drepa breskan mann og tvo Bandaríkjamenn innan tveggja sólarhringa, verði ekki öllum írökskum kvenföngum sleppt. Á myndinni sést grímuklæddur maður lesa af blaði yfir gíslunum þrem, sem búið er að binda fyrir augun á.

Blair var varaður við

Tony Blair var varaður við því fyrir stríðið í Írak, að hersveitir yrðu að vera þar árum saman til að tryggja einhverskonar stöðugleika. Sérfræðingar breskra stjórnvalda töldu engar líkur á gereyðingarvopnum í Írak, og að ástæða stríðsáhuga Bandaríkjamanna væri vilji Bush forseta til að ljúka verki föður síns.

Vöruðu Blair við upplausninni

Ári áður en innrásin í Írak hófst var búið að vara Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, við því að ekki væri hægt að tryggja stöðugleika í stjórnarfari Íraks öðru vísi en að hafa fjölmennt herlið í landinu í mörg ár eftir að innrás lyki. Frá þessu greindi breska dagblaðið Daily Telegraph sem komst yfir leyniskjöl um aðdraganda innrásarinnar.

Viðræður fóru út um þúfur

Vonir um að takast mætti að ná samkomulagi um starfhæfa heimastjórn á Norður-Írlandi í viðræðum sem lauk í gær gengu ekki eftir en Bertie Ahern og Tony Blair, forsætisráðherrar Írlands og Bretlands, sögðu þó að árangur hefði náðst. Þeir virkuðu þó þreytulegir og vonsviknir á blaðamannafundi.

Segja Írönum að hætta auðgun úrans

Íranar verða að hætta starfsemi sinni sem miðar að því að auðga úran fyrir haustið ef þeir vilja vera öruggir um að máli þeirra verði ekki vísað til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna samkvæmt samþykkt Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar.

Októberhátíð sett í 171. skipti

Íklæddur hinum hefðbundnu hnésíðu leðurbuxum setti Christian Ude, borgarstjóri í München, októberhátíðina sem er nú haldin í 171. skipti. Um hálf milljón manna var við setningu hátíðarinnar og viðburði fyrsta dags þessarar hálfs mánaðar löngu uppákomu en alls er gert ráð fyrir að sex milljónir gesta víðs vegar að úr heiminum sæki hátíðina.

Keppa um völdin

Harðlínuþjóðernissinnar og umbótasinnar sem vilja aukin samskipti við Vesturlönd takast á um völdin í sveitarstjórnarkosningum sem fara fram í Serbíu í dag. Umbótasinnar eru taldir líklegir til að halda völdum í höfuðborginni Belgrad en þjóðernissinnum er spáð sigri á landsbyggðinni.

Hringdi í eigin útför

Dóttir Dane Squires fékk taugaáfall þegar faðir hennar hringdi í hana. Hún var þá stödd í útför þar sem ættingjarnir töldu sig vera að kveðja Squires í hinsta sinn.

Í fallhlífastökk á níræðisaldri

Á annan tug fyrrverandi fallhlífahermanna, sem flestir eru komnir á níræðisaldurinn, stökk úr flugvél og sveif til jarðar nærri Arnhem í Hollandi í fallhlíf til að minnast þess að sextíu ár eru liðin frá orrustunni um Arnhem. Orrustan var hluti af tilraun Breta til að ná nokkrum brúm yfir fljótin Maas, Rín og Waal á sitt vald. Tilraunin mistókst.

Refsiaðgerðum hótað

Súdönsk stjórnvöld verða að binda enda á árásir arabískra vígasveita á þeldökka íbúa Darfur-héraðs í Súdan eða vera viðbúin því að vera beitt refsiaðgerðum. Þannig hljómar samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var með ellefu atkvæðum, en fjögur ríki sátu hjá við afgreiðsluna.

Danska þjóðin undrandi

Danska þjóðin er undrandi á fréttum um skilnað Jóakims Danaprins og Alexöndru, eiginkonu hans. Danir hafa tekið Alexöndru opnum örmum og hjónabandið, sem varað hefur í níu ár, hefur þótt vera hamingjuríkt.

Basayev ber ábyrgðina

Tétésneski skæruliðaforinginn, Shamil Basayev, hefur lýst ábyrgð á hendur sér á hryðjuverkunum í skólanum Beslan í Rússlandi, þar sem 320 fórust. Þetta kemur fram á heimasíðu hóps téténeskra uppreisnarmanna.

20 látnir eftir Ivan

Að minnsta kosti tuttugu manns létust þegar fellibylurinn Ivan gekk yfir suðurströnd Bandaríkjanna í gær. Fellibylurinn olli þó minni skaða en óttast hafði verið. Vindhraði Ivans var tvö hundruð og níu kílómetrar á klukkustund. Til samanburðar komst vindhraðinn í kviðum upp í 180 kílómetra þegar illviðrið gekk yfir sunnanvert Ísland í fyrrinótt.

Öryggi breska þingsins í molum

Enn eitt örygishneykslið skekur nú breska þingið, aðeins sólarhring eftir að nokkrir andmælendur refaveiðibannsins, sem samþykkt var á þinginu í gær, tókst að ryðjast þar alveg inn á gafl í mótmælaskyni. Nú upplýsir hasarblaðið Sun að það hafi laumað þjóni inn í þjónalið þingsins á fölsuðum pappírum.

Sjá næstu 50 fréttir