Erlent

Tugum barna rænt í Írak

Bandaríkjaher og írska lögreglan ætla að reyna að ráða niðurlögum glæpasamtaka sem hafa sérhæft sig í að ræna börnum í borginni Kirkuk og nágrenni hennar. Undanfarið hafa glæpasamtök rænt á milli þrjátíu og fjörutíu kúrdískum og túrkmenskum börnum og krafið foreldra þeirra um lausnargjald. Sumar fjölskyldur hafa samið við mannræningjana en fjölda barna er enn haldið í gíslingu. Lögregla telur sig hafa vissu um hverjir standa að mannránunum og vonast til að handtaka þá fljótlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×