Erlent

Keppa um völdin

Harðlínuþjóðernissinnar og umbótasinnar sem vilja aukin samskipti við Vesturlönd takast á um völdin í sveitarstjórnarkosningum sem fara fram í Serbíu í dag. Umbótasinnar eru taldir líklegir til að halda völdum í höfuðborginni Belgrad en þjóðernissinnum er spáð sigri á landsbyggðinni. Sveitarstjórnarkosningarnar eru þær fyrstu sem haldnar eru síðan Slobodan Milosevic, fyrrum forseta Júgóslavíu, var hrakinn frá völdum árið 2000. Þær eru einnig þær fyrstu eftir lagasetningu sem eykur völd og ábyrgð sveitarstjórna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×