Erlent

Hringdi í eigin útför

Dóttir Dane Squires fékk taugaáfall þegar faðir hennar hringdi í hana. Hún var þá stödd í útför þar sem ættingjarnir töldu sig vera að kveðja Squires í hinsta sinn. Atvikið má rekja til þess að maður varð fyrir lest í Toronto í Kanada fyrir viku. Lík hans var mjög illa leikið en lögregla taldi sig geta borið kennsl á líkið eftir lýsingu á líkamsbyggingu Squires. Ættingjar Squires fengu líkið því í hendur og voru viðstaddir útförina þegar hringt var á útfararheimilið. Þar var Squires sjálfur á ferð. Hann frétti fyrst af málavöxtum þegar hann las andlátstilkynningu sína í blaði. Ekki er vitað af hverjum líkið er.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×