Erlent

Ekkert þokast á N-Írlandi

Friðarviðræður á Norður-Írlandi þokast ekkert, þrátt fyrir mikinn vilja þjóðarleiðtoganna Tonys Blairs og Berties Ahern, en þeir leiða viðræðurnar. Þeir hafa sett sér það markmið að ná samkomulagi fyrir hádegi, og vilja að írski lýðveldisherinn leggi niður vopn í von um að þannig megi bjarga samstjórn mótmælenda og kaþólikka. Haft er eftir embættismanni í Leeds-kastala, þar sem viðræðurnar fara fram, að í gærkvöldi hafi horfurnar ekki verið góðar og að mjög litlar líkur séu á að forsætisráðherrarnir tveir nái markmiði sínu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×