Erlent

Valdaskipti í Kína

Kynslóðaskipti urðu í Kína í dag, þegar Jiang Zemin hvarf af pólitíska sjónarsviðinu og Ho Jintao, tók formlega við sem valdamesti maður Kína. Þó að báðir séu þeir erfðaprinsar Dengs Sjáopíngs eru þeir ólíkir og valdaskiptin hafa áhrif víða.  Jiang Zemin er kominn á aldur, er 78 ára. Eftirmaðurinn Hú Jintao er aðeins 61 árs. Jón Ormur Halldórsson, stjórnmálafræðingur, bjó um hríð í Kína og þekkir til í stjórnmálalífi landsins. Hann segir að þetta sé lokakaflinn í kynslóðaskiptum í kínverskum stjórnmálum og lokakafli í valdabaráttu sem hefur átt sér stað um langt skeið í Kommúnistaflokknum. Zeminn hafi verið var álitinn mikill harðlínumaður á ákveðnum sviðum, en hafi eigi að síður gert ákveðnar umbætur á mörgum sviðum. Flokkurinn fór frá því að vera stéttabaráttuflokkur í að vera fulltrúi allra í þjóðfélaginu, þar með talið markaðsaflanna. Jón Ormur býst við því að markaðsvænar umbætur verði áfram á dagskrá hjá hinum nýja stjórnanda. Hann segir líklegt að nýr foringi opni fyrir ákveðnar pólitsikar umbætur sem sátu á hakanum í tíð Zemins, til dæmis gefa dómstólum meira frelsi og lýðræðisvæða kommúnistaflokkinn sjálfan meira en nú er. Líklega verði ákveðnar breytingar í stjórnunarstíl, en hins vegar sé stjórnkerfið í Kína svo óheyrilega flókið að breytingin verði frekar yfirborðsleg. Í Kína séu tugir milljíona embættismanna og því verði ekki endilega svo mikil breyting þó að breytt sé um stjórnanda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×