Erlent

Gerir bara illt verra

"Við teljum að samþykktin sendi uppreisnarmönnum röng skilaboð," sagði Mutrif Sideeq, utanríkisráðherra Súdans, þegar hann gagnrýndi hótun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að beita Súdana refsiaðgerðum ef stjórnvöld kæmu ekki í veg fyrir árásir arabískra vígahópa á blökkumenn í Darfur-héraði. Sideeq tók undir orð fulltrúa þeirra ríkja í öryggisráðinu sem sátu hjá við afgreiðslu samþykktarinnar og sögðu hana geta gert illt verra. Hann sagði stjórnvöld þó ætla að reyna að koma á friði í Darfur hvað sem liði samþykkt öryggisráðsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×