Erfitt verk fyrir Ahern og Blair 18. september 2004 00:01 Tíminn hleypur frá Tony Blair og Bertie Ahern, sem vildu endurvekja friðarsamkomulagið á Norður-Írlandi fyrir hádegi í dag. Engar líkur eru á að þeim takist ætlunarverk sitt, þar sem mikið ber í milli deilenda. Forsætisráðherrarnir Blair og Ahern sitja í Leeds-kastala og funda með fulltrúum mótmælenda og kaþólikka á Írlandi. Tilgangur viðræðnanna er að blása nýju lífið í andvana friðarsamkomulag frá árinu 1998 og kennt hefur verið við föstudaginn langa. Heimastjórn á Norður-Írlandi og þing þar sem fulltrúar allra hópa sátu var megininntak þess samkomulags, sem fór út í veður og vind árið 2002 þegar mótmælendur harðneituðu að sitja áfram í stjórn sem Sinn Fein, stjórnmálaarmur írska lýðveldishersins IRA, ætti hlut að. Blair og Ahern settu sér það markmið að ná samkomulagi fyrir hádegi, og vildu að írski lýðveldisherinn leggði niður vopn í von um að þannig mætti bjarga samstjórn mótmælenda og kaþólikka. Haft er eftir embættismanni í Leeds-kastala, þar sem viðræðurnar fara fram, að í gærkvöldi hafi horfurnar ekki verið góðar og að mjög litlar líkur séu á að forsætisráðherrarnir tveir nái markmiði sínu. Ástæðan er ekki síst sú að mótmælendaflokkur harðlínuprestsins Ians Paisleys þvertekur fyrir að ræða við fulltrúa Sinn Fein, en þessir flokkar fengu einna mesti fylgi í síðustu kosningum á Norður-Írlandi, fyrir tæpu ári. Drög að yfirlýsingu frá IRA liggja fyrir, og nú veltur allt á því hvernig menn Paisleys taka á þeim drögum. Nú á hádegi átti viðræðunum að ljúka, og vonlaust að halda þeim áfram þar sem brúðkaup á að fara fram síðdegis í Leeds-kastalanum. Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Tíminn hleypur frá Tony Blair og Bertie Ahern, sem vildu endurvekja friðarsamkomulagið á Norður-Írlandi fyrir hádegi í dag. Engar líkur eru á að þeim takist ætlunarverk sitt, þar sem mikið ber í milli deilenda. Forsætisráðherrarnir Blair og Ahern sitja í Leeds-kastala og funda með fulltrúum mótmælenda og kaþólikka á Írlandi. Tilgangur viðræðnanna er að blása nýju lífið í andvana friðarsamkomulag frá árinu 1998 og kennt hefur verið við föstudaginn langa. Heimastjórn á Norður-Írlandi og þing þar sem fulltrúar allra hópa sátu var megininntak þess samkomulags, sem fór út í veður og vind árið 2002 þegar mótmælendur harðneituðu að sitja áfram í stjórn sem Sinn Fein, stjórnmálaarmur írska lýðveldishersins IRA, ætti hlut að. Blair og Ahern settu sér það markmið að ná samkomulagi fyrir hádegi, og vildu að írski lýðveldisherinn leggði niður vopn í von um að þannig mætti bjarga samstjórn mótmælenda og kaþólikka. Haft er eftir embættismanni í Leeds-kastala, þar sem viðræðurnar fara fram, að í gærkvöldi hafi horfurnar ekki verið góðar og að mjög litlar líkur séu á að forsætisráðherrarnir tveir nái markmiði sínu. Ástæðan er ekki síst sú að mótmælendaflokkur harðlínuprestsins Ians Paisleys þvertekur fyrir að ræða við fulltrúa Sinn Fein, en þessir flokkar fengu einna mesti fylgi í síðustu kosningum á Norður-Írlandi, fyrir tæpu ári. Drög að yfirlýsingu frá IRA liggja fyrir, og nú veltur allt á því hvernig menn Paisleys taka á þeim drögum. Nú á hádegi átti viðræðunum að ljúka, og vonlaust að halda þeim áfram þar sem brúðkaup á að fara fram síðdegis í Leeds-kastalanum.
Erlent Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira