Erlent

Íranar láta ekki skipa sér fyrir

Íranar segja kröfu Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar um að þeir hætti að auðga úran vera marklaust hjal. Íranar segja kröfuna ólöglega en útiloka þó ekki að þeir kunni að hefja viðræður við stofnunina um kjarnorkuáætlun sína. Alþjóða kjarnorkumálastofnunin hefur krafist þess að Íranar hætti auðgun úrans og annarri starfsemi sem því tengist. Hasan Rowhani, helsti samningamaður Írana í kjarnorkumálum, sagði samþykkt stofnunarinnar ekki bindandi fyrir Írana og kvað þá hafa náð miklum árangri í kjarnorkumálum þrátt fyrir harða andstöðu umheimsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×