Erlent

Viðræður fóru út um þúfur

Vonir um að takast mætti að ná mætti samkomulagi um starfhæfa heimastjórn á Norður-Írlandi í viðræðum sem lauk í gær gengu ekki eftir en forsætisráðherrar Írlands og Bretlands sögðu þó að árangur hefði náðst. Þeir virkuðu þó þreytulegir og vonsviknir á blaðamannafundi. "Það eru miklir möguleikar fólgnir í því sem átti sér stað hér," sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fyrir framan Leeds-kastalann á Englandi. "Lýðveldissinnar vita nákvæmlega hvað þeir þurfa að gera ef þeir vilja að friðarferlið skili árangri. Við bíðum og sjáum hvert val þeirra verður," sagði hann. Eitt af því sem hefur komið í veg fyrir að samkomulag náist er deilur um afvopnun Írska lýðveldishersins, IRA. Sambandssinnaflokkur Ian Paisley neitar að mynda stjórn með Sinn Fein, flokki kaþólikka, nema IRA afvopnist fyrst að fullu og leggi upp laupana. Að auki vilja sambandssinnar breytingar á stjórnsýslu Norður-Írlands sem fulltrúar annarra flokka gátu ekki sætt sig við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×