Erlent

23 deyja í Írak

Sjálfsmorðsárás kostaði 23 menn lífið fyrir utan höfuðstöðvar írakska þjóðvarðliðsins í borginni Kirkúk í morgun. 53 særðust og eru sumir þeirra þungt haldnir. Árásarmaðurinn ók bíl sínum upp að bakdyrum höfuðstöðvanna og sprengdi sig þar í loft upp. Írakskir hryðjuverkamenn hótuðu í morgun að drepa einn breskan og tvo bandaríska gísla verði ekki öllum kvenföngum í tveimur fangelsum í Írak sleppt innan tveggja sólarhringa. Myndbandsupptaka með 3 mönnum, sem sagðir eru tilheyra hópi Abus Musabs al-Zarqawis, var leikin á fréttastöðinni al-Jazeera í morgun, og þar settu þeir fram þessar kröfur sínar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×