Erlent

Kosningar verða í Írak

Kosningar verða haldnar í Írak í byrjun næsta árs sama hvað tautar og raular, segir Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks. Hann er því ósammála Colin Powell og Kofi Annan sem telja skálmöldina í landinu útiloka kosningar eins og stendur. Allawi vill að Sameinuðu þjóðirnar komi í ríkari mæli að undirbúningi kosninganna, og er ósáttur við litla aðstoð hingað til.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×