Fleiri fréttir Enn einn fellibylurinn af stað Enn einn fellibylurinn veldur nú usla í Karíbahafinu. Fellibylurinn Jeanne hefur þegar valdið dauðsföllum í Dóminíska lýðveldinu, og bylurinn Ívan kostaði tuttugu manns lífið á suðurströnd Bandaríkjanna. 17.9.2004 00:01 Breska þingið er skotmark Talsmaður breska þingsins upplýsti í morgun að leyniþjónustan hefði vitneskju um það að breska þignið væri skotmark Al Qaeda hryðjuverkasamtakanna. Þessi yfirlýsing kemur á afar viðkvæmum tímapunkti þar sem nú er áþreifanlega ljóst að öryggismál þingsins eru í rusli. 17.9.2004 00:01 Svíar oft veikir Svíar taka sér veikindafrí, vakni þeir þreyttir og leiðir. Raunar virðist þeim finnast hvaða afsökun sem er duga, samkvæmt nýrri rannsókn. Yfirvöld telja rétt að bregðast við þessum með fræðsluherferð. 17.9.2004 00:01 Bush gagnrýnir heilbrigðisáform George Bush, Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt hugmyndir John Kerrys í heilbrigðismálum, sem hann segir þunglamalegar og allt of miðstýrðar. Hann segir að sjálfur búi hann yfir einföldum hugmyndum sem eigi að gera það að verkum að hágæða heilbrigðisþjóunsta verði viðráðanleg fyrir alla 17.9.2004 00:01 Símaviðtöl lækna þunglyndi Símaviðtöl geta bætt líðan þunglyndra samkvæmt nýrri rannsókn lækna í Seattle í Bandaríkjunum. Í rannsókninni, sem náði til 600 þunglyndra einstaklinga af báðum kynjum, var staðalaðri hugrænni atferlismeðferð beitt í 30-40 mínútur með reglulegu millibili í 18 mánuði. 17.9.2004 00:01 Nýr fellibylur Hver fellibylurinn rekur nú annan í Karíbahafi. Ívan grimmi lék Bandaríkjamenn grátt í nótt og fast á hæla honum bylurinn Jeanne, sem olli mannfalli á sama tíma. 17.9.2004 00:01 Ólgan í Írak heldur áfram Það er útilokað að halda frjálsar kosningar í Írak að óbreyttu, segir Colin Powell. Skálmöldin í landinu fer versnandi, mannfall eykst og ringulreiðin líka. Fleiri en tvö hundruð Írakar hafa fallið í sprengjuregni og hryðjuverkaárásum undanfarna sólarhringa, þar af á sjötta tug í dag. 17.9.2004 00:01 Þreyta sama og veikindi Þreyta í morgunsárið er nægjanlega góð ástæða til að tilkynna veikindi í vinnunni að mati 40 prósenta Svía, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Þar kemur einnig fram að tveir af hverjum þremur aðspurðum segja fyllilega eðlilegt að tilkynna veikindi ef þeir vinna við streituvaldandi aðstæður. 17.9.2004 00:01 Íraksstríðið ólöglegt segir Annan Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir stríðið í Írak hafa verið ólöglegt en Annan sagði í viðtali á BBC að sú ákvörðun Bandaríkjamanna að fara í stríð í Írak án samþykkis Sameinuðu þjóðanna hafi verið ólögleg. 16.9.2004 00:01 Jóakim og Alexandra að skilja Jóakim Danaprins og eiginkona hans, Alexandra, ætla að skilja að skiptum eftir níu ára hjónaband. Þetta var formlega tilkynnt á blaðamannafundi í dönsku konungshöllinni í morgun. Jóakim og Alexandra giftust árið 1995 og eiga tvo syni, Nikolai og Felix. 16.9.2004 00:01 Ívan að ganga á land í Alabama Fellibylurinn Ívan er í þessum töluðu orðum að ganga á land í Alabama-ríki í Bandaríkjunum. Þegar hafa tveir látið lífið. Veðurbauja á Mexíkóflóa mældi 16 metra háa öldu í miðju fellibylsins snemma í morgun og sérfræðingar óttast að slík flóðbylgja valdi gríðarlegu tjóni þegar hún nær ströndinni. 16.9.2004 00:01 Skilnaðurinn reiðarslag fyrir Dani Jóakim Danaprins og eiginkona hans Alexandra ætla að skilja eftir níu ára hjónaband. Fréttirnar eru reiðarslag fyrir dönsku þjóðina. Formlega var tilkynnt um skilnaðinn á blaðamannafundi í dönsku konungshöllinni í morgun. 16.9.2004 00:01 Tveir hafa látið lífið Þegar hafa tveir látið lífið í Bandaríkjunum af völdum fellibylsins Ívans sem nú hefur náð landi í Alabama-ríki. Enn einn fellibylurinn er að sækja í sig veðrið á Karíbahafinu. 16.9.2004 00:01 800.000 ríkisstarfsmenn í verkfall Átta hundruð þúsund ríkisstarfsmenn í Suður-Afríku lögðu niður vinnu í nokkrum borgum landsins dag og krefjast nú launahækkunar og aukinna fríðinda. 16.9.2004 00:01 Tólf hafa látist í Bandaríkjunum Tólf manns hafa látið lífið í áhlaupi Ívans grimma á Bandaríkin. Mikið hefur dregið úr styrk fellibylsins sem nú gengur norður eftir Alabama-ríki. 16.9.2004 00:01 Voru með stolin vopn Vopnin sem gíslatökumennirnir í skólanum í Beslan notuðu áttu uppruna sinn að rekja í vopnabúr lögreglunnar. Ríkissaksóknari Rússlands, Vladimir Ustinov, sagði að gíslatökumennirnir hefðu stolið vopnunum í nokkrum árásum á lögreglustöðvar í júní. 16.9.2004 00:01 Neita öllum viðræðum Norður-Kóreumenn segjast ekki til viðræðu um kjarnorkuáætlun sína fyrr en Suður-Kóreumenn hefðu sagt allan sannleikann um leynilegar tilraunir sínar með kjarnorku. 16.9.2004 00:01 Berjast um völdin Útlit er fyrir að valdadagar Megawati Sukarnoputri, forseta Indónesíu, séu taldir. Fyrstu almennu forsetakosningarnar fara fram á mánudag og er andstæðingur Sukarnoputri, Susilo Bambang Yudhoyono, talinn sigurstranglegri. 16.9.2004 00:01 Austur-Tímorbúum fjölgar mikið Eftir mikinn fólksflótta frá Austur-Tímor, meðan á aldarfjórðungslöngu og ofbeldisfullu hernámi Indónesa stóð, er landsmönnum farið að fjölga mikið í kjölfar þess að Indónesar hurfu á braut. 16.9.2004 00:01 Kennari klippti í eyru nemenda Kennari klippti í eyrun á sautján sex til níu ára gömlum nemendum sínum þar sem hann var ósáttur við að þau hættu að lesa upphátt þegar hann gekk út úr kennslustofunni. Sauma þurfti í eyru tveggja barnanna til að gera að sárum þeirra en í flestum tilfellum dugði að setja plástur á sárin. 16.9.2004 00:01 Taylor veldur enn vanda Erfiðlega mun ganga að byggja Líberíu upp á nýjan leik eftir langt borgarastríð svo lengi sem Charles Taylor, fyrrum forseti og stríðsherra, gengur laus, sagði Jacques Klein, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum Líberíu. 16.9.2004 00:01 Myrti barnunga bræður Fertugur karlmaður hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa numið tvo unga bræður á brott og myrt þá. Eldri bróðirinn var fjögurra ára en sá yngri þriggja ára. 16.9.2004 00:01 Varað við borgarastríði í Írak Bandaríska leyniþjónusturáðið hefur varað George W. Bush Bandaríkjaforseta við því að borgarastríð kunni að brjótast út í Írak fyrir árslok 2005. Þetta byggir ráðið á rannsókn stjórnmála, efnahags- og öryggismála í Írak. Ráðið segir þrjá möguleika fyrir hendi um þróun mála í Írak og alla slæma. 16.9.2004 00:01 Ívan grimmi kostaði tólf lífið Í það minnsta tólf létu lífið þegar fellibylurinn Ívan gekk á land í Bandaríkjunum. Hamfarirnar voru þó minni en sérfræðingar höfðu óttast. Vindhraðinn mældist 209 kílómetrar á klukkustund. Fjöldi hvirfilbylja myndaðist þegar Ívan gekk yfir og rifu þeir upp tré, skilti og þök af húsum. 16.9.2004 00:01 Hátt í milljón í verkfall Hátt í milljón suður-afrískra launþega fór í verkfall til að krefjast hærri launa og meiri hlunninda. Verkfallið er að sögn verkalýðsforkólfa hið fjölmennasta í sögu Suður-Afríku. Tugþúsundir ríkisstarfsmanna fóru í mótmælagöngur í borgunum Pretoríu, Höfðaborg og Durban auk fleiri borga. Mótmæli fóru friðsamlega fram. 16.9.2004 00:01 Morðinginn vill afslátt Norskur maður sem var dæmdur til 21 árs fangelsisvistar fyrir að eiga þátt í morðunum á foreldrum sínum hefur krafist þess að fá afslátt af kaupverði heimilis foreldra sinna. Rök hans eru að við verðmat hússins hafi ekki verið tekið tillit til vissra skemmda. Skemmdirnar eru eftir byssukúlur sem skotið var að foreldrum hans þegar þau voru myrt. 16.9.2004 00:01 Yfirlýsing Annans veldur úlfaþyt Yfirlýsing Kofis Annans, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, um að árásin á Írak hafi verið ólögleg, hefur valdið úlfaþyt meðal innrásarþjóðanna. „Svívirðileg pólitísk afskipti,“ segja sumir. „Loksins talar einhver hreint út,“ segja aðrir. 16.9.2004 00:01 Aznar með hreina samvisku Jose Maria Aznar, fyrrverandi forsætisráðherra Spánar, sakar Sósíalistaflokkinn um að hafa nýtt sér sprengjuárásina í Madríd í mars til að ná völdum í landinu. Aznar segir að hann og fyrrverandi stjórn hans hafi alveg hreina samvisku gagnvart árásunum. 16.9.2004 00:01 Nýr ráðherra í Bosníu Darko Matijasevic, hefur verið skipaður nýr innanríkisráðherra í serbneska hluta Bosníu-Hersegóvínu í staðinn fyrir Zoran Djeric. 16.9.2004 00:01 Taívanar ætla til Peking Forsetafrú Taívans segir að Taívanar muni taka þátt í Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Yfirlýsingin kemur í kjölfar þess að forsetafrúnni, sem er fötluð og í hjólastjól, er bannað að leiða hóp Taívana á opnunarhátíð Ólympíuleika fatlaðra í Aþenu á morgun. 16.9.2004 00:01 Uppskerubrestur í Afganistan Uppskerubrestur blasir við í Afganistan. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að milljónir Afgana þurfi á aðstoð að halda á næstu mánuðum ef ekki á illa að fara. 16.9.2004 00:01 Forseti fékk óblíðar móttökur Ferenz Madl, forseti Ungverjalands, fékk fremur kaldar móttökur þegar hann kom í opinbera heimsókn til Serbíu-Svartfjallalands í gær. 16.9.2004 00:01 Óska frekari aðstoðar Forseti Íraks hefur óskað eftir því að NATO og Evrópusambandið aðstoði enn frekar til að binda enda á stríðsástandið í Írak og hjálpi til að byggja upp landið. Tugir óbreyttra borgara létu lífið í áframhaldandi átökum í landinu í gær. </font /></b /> 15.9.2004 00:01 Framhjáhald verði ekki refsivert Hundruð tyrkneskra kvenna gengu í mótmælaskyni um götur Ankara í gær til að sýna í verki andúð sína á fyrirætlan ríkisstjórnarinnar um að gera framhjáhald að refsiverðu athæfi samkvæmt lögum. 15.9.2004 00:01 Eftirliti í Íran ekki lokið Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur ekki enn fundið örugg merki þess að Íranar búi yfir kjarnavopnum eða séu að undirbúa smíð þeirra. Stofnunin fundar nú um málefni Írana. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra í Evrópu hafa sett þau skilyrði að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin ljúki eftirliti sínu fyrir 1. nóvember. 15.9.2004 00:01 Neyðarástand í þremur ríkjum Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Flórída, Louisiana og Alabama og að minnsta kosti tvær milljónir manna eru hvattar til að yfirgefa heimili sín af ótta við að fellibylurinn Ívan gangi þar yfir. Gríðarlega þung umferð er frá þessum svæðum og miklar teppur hafa myndast. 15.9.2004 00:01 Fyrsta opinbera heimsóknin Hinn nýgifti krónprins Dana, Friðrik, og kona hans, Mary Donaldson, eru nú stödd í Bretlandi í sinni fyrstu opinberu heimsókn frá því þau giftu sig í maí. Hjónakornin brostu sína blíðasta til ljósmyndara þegar þau mættu á opnun í Konunglegu listaakademíuna í London. Þar voru þau viðstödd sýningu á málverkum og skúlptúrum í eigu Dana. 15.9.2004 00:01 Tíundi maðurinn handtekinn Norska lögreglan handtók í nótt tíunda manninn sem viðriðinn er vopnaða ránið úr vopnabúri hersins í Jostad-moen í sumar. Komið er í ljós að liðsforingi úr hernum er höfuðpaur í málinu en rænt var um 70 vélbyssum, yfir 40 skambyssum og miklu af skotfærum. Ekki liggur fyrir hvað ræningjarnir hugðust fyrir með öll þessi vopn. 15.9.2004 00:01 Þrjú höfuðlaus lík í Bagdad Þrjú höfuðlaus lík fundust norður af Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Ekki er búið að bera kennsl á líkin en talið er að þau séu af útlendingum. Írakska lögreglan fann líkin sem öll eru karlkyns. 15.9.2004 00:01 Tvær milljónir flýja heimili sín Tvær milljónir Bandaríkjamanna flýja nú heimili sín í Flórída, Louisiana og Alabama-ríki af ótta við fellibylinn Ivan. Búist er við að Ivan gangi á land þar á morgun. 15.9.2004 00:01 ESB hvetur Pútín til að semja Evrópusambandið hvetur Pútín Rússlandsforseta til að fara samningaleiðina til að vinna bug á hryðjuverkum í landinu, fremur en að stjórnvöld í Kreml taki sér einskonar alræðisvald í sjálfstjórnarlýðveldum Rússlands. 15.9.2004 00:01 Börnin aftur í skólann Börn í bænum Beslan í Rússlandi hófu skólagöngu á nýjan leik í dag. Tvær vikur eru síðan um 330 börn og fullorðnir létu lífið þegar hryðjuverkamenn tóku um þúsund manns í gíslingu í skólabyggingu í bænum. 15.9.2004 00:01 13 ára drengur með vændisþjónustu Þrettán ára drengur í Taívan hefur verið handtekinn fyrir að starfrækja vændisþjónustu á Netinu. Samkvæmt upplýsingum lögreglu mun drengurinn hafa fengið fleiri en 100 drengi og stúlkur til að skrá sig á heimasíðuna síðustu fjóra mánuði, undir þeim formerkjum að selja kynferðislega þjónustu. 15.9.2004 00:01 Réðust inn í þinghúsið Til harðra átaka kom milli lögreglu og mótmælenda fyrir framan þinghúsið í Lundúnum í dag. Þúsundir komu saman til að mótmæla fyrirhuguðu lögbanni á refaveiðar sem tekur gildi árið 2006. Lögregla notaði meðal annars kylfur til að hafa hemil á mannfjöldanum og munu þó nokkrir hafa hlotið höfuðáverka. 15.9.2004 00:01 Fólk hætti að nota vafra Microsoft Öryggisskrifstofa upplýsingatækni í Þýskalandi (Bundesamt für Sicherheit in der Informationstechnik) leggur til að fólk hætti að nota Microsoft Internet Explorer vafrann og noti frekar aðra valkosti. Á þetta er bent í tilkynningu frá norska hugbúnaðarfyrirtækinu Opera Software. 15.9.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Enn einn fellibylurinn af stað Enn einn fellibylurinn veldur nú usla í Karíbahafinu. Fellibylurinn Jeanne hefur þegar valdið dauðsföllum í Dóminíska lýðveldinu, og bylurinn Ívan kostaði tuttugu manns lífið á suðurströnd Bandaríkjanna. 17.9.2004 00:01
Breska þingið er skotmark Talsmaður breska þingsins upplýsti í morgun að leyniþjónustan hefði vitneskju um það að breska þignið væri skotmark Al Qaeda hryðjuverkasamtakanna. Þessi yfirlýsing kemur á afar viðkvæmum tímapunkti þar sem nú er áþreifanlega ljóst að öryggismál þingsins eru í rusli. 17.9.2004 00:01
Svíar oft veikir Svíar taka sér veikindafrí, vakni þeir þreyttir og leiðir. Raunar virðist þeim finnast hvaða afsökun sem er duga, samkvæmt nýrri rannsókn. Yfirvöld telja rétt að bregðast við þessum með fræðsluherferð. 17.9.2004 00:01
Bush gagnrýnir heilbrigðisáform George Bush, Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt hugmyndir John Kerrys í heilbrigðismálum, sem hann segir þunglamalegar og allt of miðstýrðar. Hann segir að sjálfur búi hann yfir einföldum hugmyndum sem eigi að gera það að verkum að hágæða heilbrigðisþjóunsta verði viðráðanleg fyrir alla 17.9.2004 00:01
Símaviðtöl lækna þunglyndi Símaviðtöl geta bætt líðan þunglyndra samkvæmt nýrri rannsókn lækna í Seattle í Bandaríkjunum. Í rannsókninni, sem náði til 600 þunglyndra einstaklinga af báðum kynjum, var staðalaðri hugrænni atferlismeðferð beitt í 30-40 mínútur með reglulegu millibili í 18 mánuði. 17.9.2004 00:01
Nýr fellibylur Hver fellibylurinn rekur nú annan í Karíbahafi. Ívan grimmi lék Bandaríkjamenn grátt í nótt og fast á hæla honum bylurinn Jeanne, sem olli mannfalli á sama tíma. 17.9.2004 00:01
Ólgan í Írak heldur áfram Það er útilokað að halda frjálsar kosningar í Írak að óbreyttu, segir Colin Powell. Skálmöldin í landinu fer versnandi, mannfall eykst og ringulreiðin líka. Fleiri en tvö hundruð Írakar hafa fallið í sprengjuregni og hryðjuverkaárásum undanfarna sólarhringa, þar af á sjötta tug í dag. 17.9.2004 00:01
Þreyta sama og veikindi Þreyta í morgunsárið er nægjanlega góð ástæða til að tilkynna veikindi í vinnunni að mati 40 prósenta Svía, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Þar kemur einnig fram að tveir af hverjum þremur aðspurðum segja fyllilega eðlilegt að tilkynna veikindi ef þeir vinna við streituvaldandi aðstæður. 17.9.2004 00:01
Íraksstríðið ólöglegt segir Annan Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir stríðið í Írak hafa verið ólöglegt en Annan sagði í viðtali á BBC að sú ákvörðun Bandaríkjamanna að fara í stríð í Írak án samþykkis Sameinuðu þjóðanna hafi verið ólögleg. 16.9.2004 00:01
Jóakim og Alexandra að skilja Jóakim Danaprins og eiginkona hans, Alexandra, ætla að skilja að skiptum eftir níu ára hjónaband. Þetta var formlega tilkynnt á blaðamannafundi í dönsku konungshöllinni í morgun. Jóakim og Alexandra giftust árið 1995 og eiga tvo syni, Nikolai og Felix. 16.9.2004 00:01
Ívan að ganga á land í Alabama Fellibylurinn Ívan er í þessum töluðu orðum að ganga á land í Alabama-ríki í Bandaríkjunum. Þegar hafa tveir látið lífið. Veðurbauja á Mexíkóflóa mældi 16 metra háa öldu í miðju fellibylsins snemma í morgun og sérfræðingar óttast að slík flóðbylgja valdi gríðarlegu tjóni þegar hún nær ströndinni. 16.9.2004 00:01
Skilnaðurinn reiðarslag fyrir Dani Jóakim Danaprins og eiginkona hans Alexandra ætla að skilja eftir níu ára hjónaband. Fréttirnar eru reiðarslag fyrir dönsku þjóðina. Formlega var tilkynnt um skilnaðinn á blaðamannafundi í dönsku konungshöllinni í morgun. 16.9.2004 00:01
Tveir hafa látið lífið Þegar hafa tveir látið lífið í Bandaríkjunum af völdum fellibylsins Ívans sem nú hefur náð landi í Alabama-ríki. Enn einn fellibylurinn er að sækja í sig veðrið á Karíbahafinu. 16.9.2004 00:01
800.000 ríkisstarfsmenn í verkfall Átta hundruð þúsund ríkisstarfsmenn í Suður-Afríku lögðu niður vinnu í nokkrum borgum landsins dag og krefjast nú launahækkunar og aukinna fríðinda. 16.9.2004 00:01
Tólf hafa látist í Bandaríkjunum Tólf manns hafa látið lífið í áhlaupi Ívans grimma á Bandaríkin. Mikið hefur dregið úr styrk fellibylsins sem nú gengur norður eftir Alabama-ríki. 16.9.2004 00:01
Voru með stolin vopn Vopnin sem gíslatökumennirnir í skólanum í Beslan notuðu áttu uppruna sinn að rekja í vopnabúr lögreglunnar. Ríkissaksóknari Rússlands, Vladimir Ustinov, sagði að gíslatökumennirnir hefðu stolið vopnunum í nokkrum árásum á lögreglustöðvar í júní. 16.9.2004 00:01
Neita öllum viðræðum Norður-Kóreumenn segjast ekki til viðræðu um kjarnorkuáætlun sína fyrr en Suður-Kóreumenn hefðu sagt allan sannleikann um leynilegar tilraunir sínar með kjarnorku. 16.9.2004 00:01
Berjast um völdin Útlit er fyrir að valdadagar Megawati Sukarnoputri, forseta Indónesíu, séu taldir. Fyrstu almennu forsetakosningarnar fara fram á mánudag og er andstæðingur Sukarnoputri, Susilo Bambang Yudhoyono, talinn sigurstranglegri. 16.9.2004 00:01
Austur-Tímorbúum fjölgar mikið Eftir mikinn fólksflótta frá Austur-Tímor, meðan á aldarfjórðungslöngu og ofbeldisfullu hernámi Indónesa stóð, er landsmönnum farið að fjölga mikið í kjölfar þess að Indónesar hurfu á braut. 16.9.2004 00:01
Kennari klippti í eyru nemenda Kennari klippti í eyrun á sautján sex til níu ára gömlum nemendum sínum þar sem hann var ósáttur við að þau hættu að lesa upphátt þegar hann gekk út úr kennslustofunni. Sauma þurfti í eyru tveggja barnanna til að gera að sárum þeirra en í flestum tilfellum dugði að setja plástur á sárin. 16.9.2004 00:01
Taylor veldur enn vanda Erfiðlega mun ganga að byggja Líberíu upp á nýjan leik eftir langt borgarastríð svo lengi sem Charles Taylor, fyrrum forseti og stríðsherra, gengur laus, sagði Jacques Klein, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í málefnum Líberíu. 16.9.2004 00:01
Myrti barnunga bræður Fertugur karlmaður hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa numið tvo unga bræður á brott og myrt þá. Eldri bróðirinn var fjögurra ára en sá yngri þriggja ára. 16.9.2004 00:01
Varað við borgarastríði í Írak Bandaríska leyniþjónusturáðið hefur varað George W. Bush Bandaríkjaforseta við því að borgarastríð kunni að brjótast út í Írak fyrir árslok 2005. Þetta byggir ráðið á rannsókn stjórnmála, efnahags- og öryggismála í Írak. Ráðið segir þrjá möguleika fyrir hendi um þróun mála í Írak og alla slæma. 16.9.2004 00:01
Ívan grimmi kostaði tólf lífið Í það minnsta tólf létu lífið þegar fellibylurinn Ívan gekk á land í Bandaríkjunum. Hamfarirnar voru þó minni en sérfræðingar höfðu óttast. Vindhraðinn mældist 209 kílómetrar á klukkustund. Fjöldi hvirfilbylja myndaðist þegar Ívan gekk yfir og rifu þeir upp tré, skilti og þök af húsum. 16.9.2004 00:01
Hátt í milljón í verkfall Hátt í milljón suður-afrískra launþega fór í verkfall til að krefjast hærri launa og meiri hlunninda. Verkfallið er að sögn verkalýðsforkólfa hið fjölmennasta í sögu Suður-Afríku. Tugþúsundir ríkisstarfsmanna fóru í mótmælagöngur í borgunum Pretoríu, Höfðaborg og Durban auk fleiri borga. Mótmæli fóru friðsamlega fram. 16.9.2004 00:01
Morðinginn vill afslátt Norskur maður sem var dæmdur til 21 árs fangelsisvistar fyrir að eiga þátt í morðunum á foreldrum sínum hefur krafist þess að fá afslátt af kaupverði heimilis foreldra sinna. Rök hans eru að við verðmat hússins hafi ekki verið tekið tillit til vissra skemmda. Skemmdirnar eru eftir byssukúlur sem skotið var að foreldrum hans þegar þau voru myrt. 16.9.2004 00:01
Yfirlýsing Annans veldur úlfaþyt Yfirlýsing Kofis Annans, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, um að árásin á Írak hafi verið ólögleg, hefur valdið úlfaþyt meðal innrásarþjóðanna. „Svívirðileg pólitísk afskipti,“ segja sumir. „Loksins talar einhver hreint út,“ segja aðrir. 16.9.2004 00:01
Aznar með hreina samvisku Jose Maria Aznar, fyrrverandi forsætisráðherra Spánar, sakar Sósíalistaflokkinn um að hafa nýtt sér sprengjuárásina í Madríd í mars til að ná völdum í landinu. Aznar segir að hann og fyrrverandi stjórn hans hafi alveg hreina samvisku gagnvart árásunum. 16.9.2004 00:01
Nýr ráðherra í Bosníu Darko Matijasevic, hefur verið skipaður nýr innanríkisráðherra í serbneska hluta Bosníu-Hersegóvínu í staðinn fyrir Zoran Djeric. 16.9.2004 00:01
Taívanar ætla til Peking Forsetafrú Taívans segir að Taívanar muni taka þátt í Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Yfirlýsingin kemur í kjölfar þess að forsetafrúnni, sem er fötluð og í hjólastjól, er bannað að leiða hóp Taívana á opnunarhátíð Ólympíuleika fatlaðra í Aþenu á morgun. 16.9.2004 00:01
Uppskerubrestur í Afganistan Uppskerubrestur blasir við í Afganistan. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að milljónir Afgana þurfi á aðstoð að halda á næstu mánuðum ef ekki á illa að fara. 16.9.2004 00:01
Forseti fékk óblíðar móttökur Ferenz Madl, forseti Ungverjalands, fékk fremur kaldar móttökur þegar hann kom í opinbera heimsókn til Serbíu-Svartfjallalands í gær. 16.9.2004 00:01
Óska frekari aðstoðar Forseti Íraks hefur óskað eftir því að NATO og Evrópusambandið aðstoði enn frekar til að binda enda á stríðsástandið í Írak og hjálpi til að byggja upp landið. Tugir óbreyttra borgara létu lífið í áframhaldandi átökum í landinu í gær. </font /></b /> 15.9.2004 00:01
Framhjáhald verði ekki refsivert Hundruð tyrkneskra kvenna gengu í mótmælaskyni um götur Ankara í gær til að sýna í verki andúð sína á fyrirætlan ríkisstjórnarinnar um að gera framhjáhald að refsiverðu athæfi samkvæmt lögum. 15.9.2004 00:01
Eftirliti í Íran ekki lokið Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur ekki enn fundið örugg merki þess að Íranar búi yfir kjarnavopnum eða séu að undirbúa smíð þeirra. Stofnunin fundar nú um málefni Írana. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra í Evrópu hafa sett þau skilyrði að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin ljúki eftirliti sínu fyrir 1. nóvember. 15.9.2004 00:01
Neyðarástand í þremur ríkjum Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Flórída, Louisiana og Alabama og að minnsta kosti tvær milljónir manna eru hvattar til að yfirgefa heimili sín af ótta við að fellibylurinn Ívan gangi þar yfir. Gríðarlega þung umferð er frá þessum svæðum og miklar teppur hafa myndast. 15.9.2004 00:01
Fyrsta opinbera heimsóknin Hinn nýgifti krónprins Dana, Friðrik, og kona hans, Mary Donaldson, eru nú stödd í Bretlandi í sinni fyrstu opinberu heimsókn frá því þau giftu sig í maí. Hjónakornin brostu sína blíðasta til ljósmyndara þegar þau mættu á opnun í Konunglegu listaakademíuna í London. Þar voru þau viðstödd sýningu á málverkum og skúlptúrum í eigu Dana. 15.9.2004 00:01
Tíundi maðurinn handtekinn Norska lögreglan handtók í nótt tíunda manninn sem viðriðinn er vopnaða ránið úr vopnabúri hersins í Jostad-moen í sumar. Komið er í ljós að liðsforingi úr hernum er höfuðpaur í málinu en rænt var um 70 vélbyssum, yfir 40 skambyssum og miklu af skotfærum. Ekki liggur fyrir hvað ræningjarnir hugðust fyrir með öll þessi vopn. 15.9.2004 00:01
Þrjú höfuðlaus lík í Bagdad Þrjú höfuðlaus lík fundust norður af Bagdad, höfuðborg Íraks, í morgun. Ekki er búið að bera kennsl á líkin en talið er að þau séu af útlendingum. Írakska lögreglan fann líkin sem öll eru karlkyns. 15.9.2004 00:01
Tvær milljónir flýja heimili sín Tvær milljónir Bandaríkjamanna flýja nú heimili sín í Flórída, Louisiana og Alabama-ríki af ótta við fellibylinn Ivan. Búist er við að Ivan gangi á land þar á morgun. 15.9.2004 00:01
ESB hvetur Pútín til að semja Evrópusambandið hvetur Pútín Rússlandsforseta til að fara samningaleiðina til að vinna bug á hryðjuverkum í landinu, fremur en að stjórnvöld í Kreml taki sér einskonar alræðisvald í sjálfstjórnarlýðveldum Rússlands. 15.9.2004 00:01
Börnin aftur í skólann Börn í bænum Beslan í Rússlandi hófu skólagöngu á nýjan leik í dag. Tvær vikur eru síðan um 330 börn og fullorðnir létu lífið þegar hryðjuverkamenn tóku um þúsund manns í gíslingu í skólabyggingu í bænum. 15.9.2004 00:01
13 ára drengur með vændisþjónustu Þrettán ára drengur í Taívan hefur verið handtekinn fyrir að starfrækja vændisþjónustu á Netinu. Samkvæmt upplýsingum lögreglu mun drengurinn hafa fengið fleiri en 100 drengi og stúlkur til að skrá sig á heimasíðuna síðustu fjóra mánuði, undir þeim formerkjum að selja kynferðislega þjónustu. 15.9.2004 00:01
Réðust inn í þinghúsið Til harðra átaka kom milli lögreglu og mótmælenda fyrir framan þinghúsið í Lundúnum í dag. Þúsundir komu saman til að mótmæla fyrirhuguðu lögbanni á refaveiðar sem tekur gildi árið 2006. Lögregla notaði meðal annars kylfur til að hafa hemil á mannfjöldanum og munu þó nokkrir hafa hlotið höfuðáverka. 15.9.2004 00:01
Fólk hætti að nota vafra Microsoft Öryggisskrifstofa upplýsingatækni í Þýskalandi (Bundesamt für Sicherheit in der Informationstechnik) leggur til að fólk hætti að nota Microsoft Internet Explorer vafrann og noti frekar aðra valkosti. Á þetta er bent í tilkynningu frá norska hugbúnaðarfyrirtækinu Opera Software. 15.9.2004 00:01