Erlent

Tugir létust á Haítí

29 manns létu lífið þegar fellibylurinn Jeanne gekk yfir Dóminíska lýðveldið. Fyrir höfðu níu manns látið lífið af völdum fellibylsins, sem kemur í kjölfarið á fellibylnum Ívan sem hefur kostað hátt í hundrað manns á Karíbahafseyjum og í Bandaríkjunum lífið. Jeanne virtist vera að missa máttinn á föstudag og héldu þá sumir að hið versta væri afstaðið. Næsta dag hljóp aukinn kraftur í fellibylinn áður en hann gekk yfir Dóminíska lýðveldið, reif þök af húsum og olli margvíslegum öðrum skemmdum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×