Erlent

Segja Írönum að hætta auðgun úrans

Íranar verða að hætta starfsemi sinni sem miðar að því að auðga úraníum fyrir haustið ef þeir vilja vera öruggir um að máli þeirra verði ekki vísað til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna samkvæmt samþykkt Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar. Með þessu vill stofnunin koma í veg fyrir að Íranar geti komið sér upp kjarnorkuvopnum. Bandaríkjamenn fögnuðu því að árangur hefði náðst í baráttu þeirra gegn kjarnorkuáformum Írana. Írönsk stjórnvöld gerðu hins vegar lítið úr mikilvægi samþykktarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×