Erlent

Hægriflokkarnir í meirihluta

Sænska stjórnarandstæðan mælist nú í fyrsta skipti í sjö ár með meira fylgi en stjórnarflokkarnir. Samkvæmt könnun sem birtist í Svenska Dagbladet njóta hægriflokkarnir stuðnings 49,3 prósenta kjósenda samanlagt en vinstriflokkarnir fengju 46,5 prósent atkvæða ef kosið væri nú. Jafnaðarmenn njóta sem fyrr mests fylgis samkvæmt könnuninni en það mælist nú 33,1 prósent, hálfu öðru prósentustigi minna en í síðustu könnun. Hægriflokkurinn eykur fylgi sitt aðeins og mælist með 23,5 prósenta fylgi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×