Erlent

Barin vegna uppruna síns

Um fimmtíu manna hópur ungra Moskvubúa gekk í skrokk á fjórum Kákasusbúum á lestarstöð í Moskvu. Vegfarendur sem urðu vitni að árásinni segja árásarmennina hafa öskrað: "Þetta fáið þið fyrir hryðjuverkaárásirnar." Einn þeirra fjögurra sem urðu fyrir árásinni var lífshættulega meiddur og hinir alvarlega meiddir. Saksóknaraembættið í Moskvu tók rannsókn málsins að sér og skilgreindi glæpinn sem hatursárás og tilraun til að ala á hatri á grundvelli þjóðernis fólks.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×