Erlent

Saddam vildi hefja framleiðlsu

Eins og hálfs árs leit Bandaríkjamanna að gereyðingarvopnum í Írak hefur engan árangur borið, hins vegar hafa fundist vísbendingar um að Saddam Hussein hafi haldið í vonina um að hefja á ný þróun og framleiðslu slíkra vopna þegar fram liðu stundir. Þetta eru sagðar niðurstöður bandarísku vopnaeftirlitssveitanna sem hafa starfað í Írak frá því fljótlega eftir innrásina í mars í fyrra. Í 1.500 blaðsíðna skýrslu Charles Duelfer, yfirmanns vopnaeftirlitsmanna, sem hefur ekki enn verið birt opinberlega kemur fram að Írakar hafi flutt inn ólögleg efni sem mátti nota til að framleiða gereyðingarvopn. Að auki hafi Írakar verið að þróa ómönnuð flugför þrátt fyrir bann Sameinuðu þjóðanna og viðhaldið iðnfyrirtækjum sem gætu tekið til við framleiðslu gereyðingarvopna. Duelfer tók við stjórn vopnaeftirlitsins af David Kay sem sagði í áfangaskýrslu: "Við höfðum nær öll rangt fyrir okkur," um gereyðingarvopn og áætlanir Íraka.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×