Erlent

Al-Zarqawi enn með hótanir

Hryðjuverkamaðurinn Abu Musab al Zarqawi hefur hótað að drepa breskan mann og tvo Bandaríkjamenn innan tveggja sólarhringa, verði ekki öllum írökskum kvenföngum sleppt. Á myndinni sést grímuklæddur maður lesa af blaði yfir gíslunum þrem, sem búið er að binda fyrir augun á. Bandaríkjamenn hafa nú heitið 25 milljónum dollara til höfuðs AL-Zarqawi, sem er helsti hryðjuverkamaðurinn í Írak um þessar mundir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×