Erlent

Októberhátíð sett í 171. skipti

Íklæddur hinum hefðbundnu hnésíðu leðurbuxum setti Christian Ude, borgarstjóri í München, októberhátíðina sem er nú haldin í 171. skipti. Um hálf milljón manna var við setningu hátíðarinnar og viðburði fyrsta dags þessarar hálfs mánaðar löngu uppákomu en alls er gert ráð fyrir að sex milljónir gesta víðs vegar að úr heiminum sæki hátíðina. Þrátt fyrir að hundrað þúsund manns geti setið við drykkju í einu voru margir mættir mörgum klukkustundum áður en hátíðin var sett til að vera öruggir um að fá sæti. Bjórinn er dýrari nú en nokkru sinni áður, eins lítra kanna kostar andvirði 620 króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×