Erlent

Farþegaflug á ný í Írak

Írakska flugfélagið Iraqi Airways hóf í morgun farþegaflug á ný, eftir fjórtán ára hlé. Boeing 737 vél félagsins tók á loft frá alþjóðaflugvellinum í Amman í Jórdaníu og hélt til Bagdad. Sem stendur ræður félagið yfir einni vél, auk þess sem það á sex gamlar rellur á flugvellinum í Amman, sem eru sagðar nánast ryðgaðar í sundur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×