Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. ágúst 2025 07:33 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Anton Brink Dómsmálaráðherra segir að niðurstöður ítarlegrar greiningar á stöðu dvalarleyfa bendi til að gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár stafi ekki af stefnu heldur algjöru stefnuleysi. Frjálsir fólksflutningar séu grunnstoð hagvaxtar en undanfarin ár hafi vöxturinn verið meiri en innviðir landsins og velferð þoli. „Íbúum Íslands hefur fjölgað um rúmlega 50.000 frá 2017. Hlutfallsleg fjölgun hefur verið um fimmtánföld á við Evrópumeðaltal og nær fjórföld á við hin Norðurlöndin. Um 2/3 hlutar af þessari miklu fjölgun hefur verið borin uppi af erlendum ríkisborgurum,“ segir Þorbjörg í aðsendri grein á Vísi sem birt var í morgun. „Stjórnvöld hafa veitt hlutfallslega fleiri dvalarleyfi en aðrar Norðurlandaþjóðir síðustu ár án þess að spyrja gagnrýnna spurninga um samfélagsleg áhrif. Án þess að skoða áhrif á húsnæðismarkað og þrýsting á þjónustukerfi. Afleiðing þessa er álag sem skapar togstreitu og spennu í samfélaginu.“ Umsóknir um dvalarleyfi margfaldast undanfarin ár Þorbjörg segir að pólitísk umræða um útlendingamál á Íslandi hafi fyrst og fremst snúist um alþjóðlega vernd, en lítið hafi verið rætt um dvalarleyfakerfið, sem skapi grundvöll fyrir búsetu fólks hér sem kemur utan EES-svæðisins. „Á grunni dvalarleyfiskerfisins er um það bil fjórðungur af fólksflutningum til landsins. Það eru dvalarleyfi á grundvelli atvinnu, náms, fjölskyldusameininga og ýmissa annarra þátta.“ „Umsóknir um dvalarleyfi hafa margfaldast allra síðustu ár og verið um og yfir 10.000 síðustu ár – í landi þar sem 400.000 manns búa. Þúsundir hafa komið til landsins án þess að áhrif á samfélagið væru greind og án þess að stjórnvöld væru markviss um að liðsinna nýjum íbúum að aðlagast.“ Skilyrði fyrir mörgum tegundum dvalarleyfa séu áberandi minni en á Norðurlöndum. Kerfið sé því opnara og það hafi ýmsar afleiðingar í för með sér. Norska leiðin Þorbjörg segir að eftir að Noregur varð ríkt land hafi aðsókn aukist gríðarlega í dvalarleyfi þar, samhliða miklum fólksflutningum og aðsókn í láglaunastörf. „Samfélagslegu áhrifin þóttu ekki eftirsóknarverð og Norðmenn breyttu einfaldlega um kúrs. Stefna þeirra byggir nú á að laða til landsins fólk með færni, menntun og vilja til þátttöku í samfélaginu.“ „Þessi stefna þeirra er stefna um að tryggja velferð allra íbúa landsins til lengri tíma litið. Niðurstaðan hefur verið meiri samheldni í samfélaginu og minni spenna. Að þessu eigum viðað stefna – að velferð sem byggir á ábyrgð og er á grundvelli skýrrar framtíðarsýnar og gagnagreininga.“ Þorbjörg boðar frumvarp til útlendingalaga í haust þar sem séríslenskar reglur í útlendingamálum verða afnumdar, þar á meðal hin svokallaða 18 mánaða regla sem veitir fólki sjálfkrafa dvalarleyfi ef umsóknartími hefur dregist umfram 18 mánuði. Þar verði einnig ákvæði um afturköllun alþjóðlegrar verndar, hafi menn brotið alvarlega gegn lögum. Samhliða verði lagt fram frumvarp um brottfararstöð og greiningarstöð á landamærunum. Viðreisn Innflytjendamál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Sjá meira
„Íbúum Íslands hefur fjölgað um rúmlega 50.000 frá 2017. Hlutfallsleg fjölgun hefur verið um fimmtánföld á við Evrópumeðaltal og nær fjórföld á við hin Norðurlöndin. Um 2/3 hlutar af þessari miklu fjölgun hefur verið borin uppi af erlendum ríkisborgurum,“ segir Þorbjörg í aðsendri grein á Vísi sem birt var í morgun. „Stjórnvöld hafa veitt hlutfallslega fleiri dvalarleyfi en aðrar Norðurlandaþjóðir síðustu ár án þess að spyrja gagnrýnna spurninga um samfélagsleg áhrif. Án þess að skoða áhrif á húsnæðismarkað og þrýsting á þjónustukerfi. Afleiðing þessa er álag sem skapar togstreitu og spennu í samfélaginu.“ Umsóknir um dvalarleyfi margfaldast undanfarin ár Þorbjörg segir að pólitísk umræða um útlendingamál á Íslandi hafi fyrst og fremst snúist um alþjóðlega vernd, en lítið hafi verið rætt um dvalarleyfakerfið, sem skapi grundvöll fyrir búsetu fólks hér sem kemur utan EES-svæðisins. „Á grunni dvalarleyfiskerfisins er um það bil fjórðungur af fólksflutningum til landsins. Það eru dvalarleyfi á grundvelli atvinnu, náms, fjölskyldusameininga og ýmissa annarra þátta.“ „Umsóknir um dvalarleyfi hafa margfaldast allra síðustu ár og verið um og yfir 10.000 síðustu ár – í landi þar sem 400.000 manns búa. Þúsundir hafa komið til landsins án þess að áhrif á samfélagið væru greind og án þess að stjórnvöld væru markviss um að liðsinna nýjum íbúum að aðlagast.“ Skilyrði fyrir mörgum tegundum dvalarleyfa séu áberandi minni en á Norðurlöndum. Kerfið sé því opnara og það hafi ýmsar afleiðingar í för með sér. Norska leiðin Þorbjörg segir að eftir að Noregur varð ríkt land hafi aðsókn aukist gríðarlega í dvalarleyfi þar, samhliða miklum fólksflutningum og aðsókn í láglaunastörf. „Samfélagslegu áhrifin þóttu ekki eftirsóknarverð og Norðmenn breyttu einfaldlega um kúrs. Stefna þeirra byggir nú á að laða til landsins fólk með færni, menntun og vilja til þátttöku í samfélaginu.“ „Þessi stefna þeirra er stefna um að tryggja velferð allra íbúa landsins til lengri tíma litið. Niðurstaðan hefur verið meiri samheldni í samfélaginu og minni spenna. Að þessu eigum viðað stefna – að velferð sem byggir á ábyrgð og er á grundvelli skýrrar framtíðarsýnar og gagnagreininga.“ Þorbjörg boðar frumvarp til útlendingalaga í haust þar sem séríslenskar reglur í útlendingamálum verða afnumdar, þar á meðal hin svokallaða 18 mánaða regla sem veitir fólki sjálfkrafa dvalarleyfi ef umsóknartími hefur dregist umfram 18 mánuði. Þar verði einnig ákvæði um afturköllun alþjóðlegrar verndar, hafi menn brotið alvarlega gegn lögum. Samhliða verði lagt fram frumvarp um brottfararstöð og greiningarstöð á landamærunum.
Viðreisn Innflytjendamál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“