Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. ágúst 2025 07:33 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Anton Brink Dómsmálaráðherra segir að niðurstöður ítarlegrar greiningar á stöðu dvalarleyfa bendi til að gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár stafi ekki af stefnu heldur algjöru stefnuleysi. Frjálsir fólksflutningar séu grunnstoð hagvaxtar en undanfarin ár hafi vöxturinn verið meiri en innviðir landsins og velferð þoli. „Íbúum Íslands hefur fjölgað um rúmlega 50.000 frá 2017. Hlutfallsleg fjölgun hefur verið um fimmtánföld á við Evrópumeðaltal og nær fjórföld á við hin Norðurlöndin. Um 2/3 hlutar af þessari miklu fjölgun hefur verið borin uppi af erlendum ríkisborgurum,“ segir Þorbjörg í aðsendri grein á Vísi sem birt var í morgun. „Stjórnvöld hafa veitt hlutfallslega fleiri dvalarleyfi en aðrar Norðurlandaþjóðir síðustu ár án þess að spyrja gagnrýnna spurninga um samfélagsleg áhrif. Án þess að skoða áhrif á húsnæðismarkað og þrýsting á þjónustukerfi. Afleiðing þessa er álag sem skapar togstreitu og spennu í samfélaginu.“ Umsóknir um dvalarleyfi margfaldast undanfarin ár Þorbjörg segir að pólitísk umræða um útlendingamál á Íslandi hafi fyrst og fremst snúist um alþjóðlega vernd, en lítið hafi verið rætt um dvalarleyfakerfið, sem skapi grundvöll fyrir búsetu fólks hér sem kemur utan EES-svæðisins. „Á grunni dvalarleyfiskerfisins er um það bil fjórðungur af fólksflutningum til landsins. Það eru dvalarleyfi á grundvelli atvinnu, náms, fjölskyldusameininga og ýmissa annarra þátta.“ „Umsóknir um dvalarleyfi hafa margfaldast allra síðustu ár og verið um og yfir 10.000 síðustu ár – í landi þar sem 400.000 manns búa. Þúsundir hafa komið til landsins án þess að áhrif á samfélagið væru greind og án þess að stjórnvöld væru markviss um að liðsinna nýjum íbúum að aðlagast.“ Skilyrði fyrir mörgum tegundum dvalarleyfa séu áberandi minni en á Norðurlöndum. Kerfið sé því opnara og það hafi ýmsar afleiðingar í för með sér. Norska leiðin Þorbjörg segir að eftir að Noregur varð ríkt land hafi aðsókn aukist gríðarlega í dvalarleyfi þar, samhliða miklum fólksflutningum og aðsókn í láglaunastörf. „Samfélagslegu áhrifin þóttu ekki eftirsóknarverð og Norðmenn breyttu einfaldlega um kúrs. Stefna þeirra byggir nú á að laða til landsins fólk með færni, menntun og vilja til þátttöku í samfélaginu.“ „Þessi stefna þeirra er stefna um að tryggja velferð allra íbúa landsins til lengri tíma litið. Niðurstaðan hefur verið meiri samheldni í samfélaginu og minni spenna. Að þessu eigum viðað stefna – að velferð sem byggir á ábyrgð og er á grundvelli skýrrar framtíðarsýnar og gagnagreininga.“ Þorbjörg boðar frumvarp til útlendingalaga í haust þar sem séríslenskar reglur í útlendingamálum verða afnumdar, þar á meðal hin svokallaða 18 mánaða regla sem veitir fólki sjálfkrafa dvalarleyfi ef umsóknartími hefur dregist umfram 18 mánuði. Þar verði einnig ákvæði um afturköllun alþjóðlegrar verndar, hafi menn brotið alvarlega gegn lögum. Samhliða verði lagt fram frumvarp um brottfararstöð og greiningarstöð á landamærunum. Viðreisn Innflytjendamál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira
„Íbúum Íslands hefur fjölgað um rúmlega 50.000 frá 2017. Hlutfallsleg fjölgun hefur verið um fimmtánföld á við Evrópumeðaltal og nær fjórföld á við hin Norðurlöndin. Um 2/3 hlutar af þessari miklu fjölgun hefur verið borin uppi af erlendum ríkisborgurum,“ segir Þorbjörg í aðsendri grein á Vísi sem birt var í morgun. „Stjórnvöld hafa veitt hlutfallslega fleiri dvalarleyfi en aðrar Norðurlandaþjóðir síðustu ár án þess að spyrja gagnrýnna spurninga um samfélagsleg áhrif. Án þess að skoða áhrif á húsnæðismarkað og þrýsting á þjónustukerfi. Afleiðing þessa er álag sem skapar togstreitu og spennu í samfélaginu.“ Umsóknir um dvalarleyfi margfaldast undanfarin ár Þorbjörg segir að pólitísk umræða um útlendingamál á Íslandi hafi fyrst og fremst snúist um alþjóðlega vernd, en lítið hafi verið rætt um dvalarleyfakerfið, sem skapi grundvöll fyrir búsetu fólks hér sem kemur utan EES-svæðisins. „Á grunni dvalarleyfiskerfisins er um það bil fjórðungur af fólksflutningum til landsins. Það eru dvalarleyfi á grundvelli atvinnu, náms, fjölskyldusameininga og ýmissa annarra þátta.“ „Umsóknir um dvalarleyfi hafa margfaldast allra síðustu ár og verið um og yfir 10.000 síðustu ár – í landi þar sem 400.000 manns búa. Þúsundir hafa komið til landsins án þess að áhrif á samfélagið væru greind og án þess að stjórnvöld væru markviss um að liðsinna nýjum íbúum að aðlagast.“ Skilyrði fyrir mörgum tegundum dvalarleyfa séu áberandi minni en á Norðurlöndum. Kerfið sé því opnara og það hafi ýmsar afleiðingar í för með sér. Norska leiðin Þorbjörg segir að eftir að Noregur varð ríkt land hafi aðsókn aukist gríðarlega í dvalarleyfi þar, samhliða miklum fólksflutningum og aðsókn í láglaunastörf. „Samfélagslegu áhrifin þóttu ekki eftirsóknarverð og Norðmenn breyttu einfaldlega um kúrs. Stefna þeirra byggir nú á að laða til landsins fólk með færni, menntun og vilja til þátttöku í samfélaginu.“ „Þessi stefna þeirra er stefna um að tryggja velferð allra íbúa landsins til lengri tíma litið. Niðurstaðan hefur verið meiri samheldni í samfélaginu og minni spenna. Að þessu eigum viðað stefna – að velferð sem byggir á ábyrgð og er á grundvelli skýrrar framtíðarsýnar og gagnagreininga.“ Þorbjörg boðar frumvarp til útlendingalaga í haust þar sem séríslenskar reglur í útlendingamálum verða afnumdar, þar á meðal hin svokallaða 18 mánaða regla sem veitir fólki sjálfkrafa dvalarleyfi ef umsóknartími hefur dregist umfram 18 mánuði. Þar verði einnig ákvæði um afturköllun alþjóðlegrar verndar, hafi menn brotið alvarlega gegn lögum. Samhliða verði lagt fram frumvarp um brottfararstöð og greiningarstöð á landamærunum.
Viðreisn Innflytjendamál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira