Erlent

Í fallhlífastökk á níræðisaldri

Á annan tug fyrrverandi fallhlífahermanna, sem nú eru flestir komnir á níræðisaldurinn, stökk úr flugvél og sveif til jarðar nærri Arnhem í Hollandi í fallhlíf til að minnast þess að sextíu ár eru liðin frá orrustunni um Arnhem. Orrustan var hluti af tilraun Breta til að ná nokkrum brúm yfir fljótin Maas, Rín og Waal á sitt vald. Sú tilraun mistókst. Fallhlífahermennirnir fyrrverandi voru misjafnlega vel á sig komnir. Einn var blindur og margir nutu aðstoðar yngri fallhlífastökkvara þegar þeir stukku til jarðar. Einn þeirra stökk þó einn og hjálparlaus. "Þetta var skemmtileg upplifun," sagði Bernard Murphy, 83 ára.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×