Erlent

Bush enn yfir í könnunum

George Bush forseti Bandaríkjanna, sem færa má rök fyrir að sé upphafsmaður vandræða kollega síns í Bretlandi, hefur talsvert forskot á John Kerry í nýjustu fylgiskönnunum vestanhafs. Í sameiginlegri könnun New York Times og CBS hefur Bush 51% fylgi en Kerry 42% fylgi. Það er helst talið að Kerry njóti meira fylgis meðal þeirra sem teljast sjálfsstæðir kjósendur, það er að segja þeirra sem hvorki teljast Demókratar né Repúblikanar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×