Erlent

Valdaskipti í Kína

Jiang Zemin, fyrrum forseti Kína, hefur látið af síðasta stóra embættinu sem hann gegndi í kínverskum stjórnmálum. Hann sagði af sér formennsku í yfirstjórn kínverska hersins á fundi miðstjórnar kínverska kommúnistaflokksins. Við því embætti tekur eftirmaður hans á forsetastóli, Hu Jintao. Jiang Zemin átti að gegna embættinu til ársins 2007 en sagði af sér og sagðist í yfirlýsingu alltaf hafa ætlað sér að segja af sér öllum embættum í þágu langtíma þróunar flokks og þjóðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×