Erlent

Refsiaðgerðum hótað

Súdönsk stjórnvöld verða að binda enda á árásir arabískra vígasveita á þeldökka íbúa Darfur-héraðs í Súdan eða vera viðbúin því að vera beitt refsiaðgerðum. Þannig hljómar samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var með ellefu atkvæðum, en fjögur ríki sátu hjá við afgreiðsluna. Alsír, Kína, Pakistan og Rússland voru andvíg því að refsiaðgerðum væri hótað og sátu því hjá. Fulltrúar þeirra sögðu hætt við að slíkar hótanir yrðu til þess að Súdansstjórn hætti öllu samstarfi við alþjóðasamfélagið um lausn vandans í Súdan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×